Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2003, Blaðsíða 16

Ægir - 01.03.2003, Blaðsíða 16
16 F R É T T I R Framleiðum vertíðarbáta, vatnabáta og heita potta. Tökum einnig að okkur breytingar á bátum. Plastverk framleiðsla ehf. Strandgötu 21 – 245 Sandgerði – Sími/Fax 423 7702 Fyrirtækin Icedan og Ísfell- Netasalan hafa verið sameinuð formlega í öflugt, alhliða þjón- ustufyrirtæki í sjávarútvegin- um, Ísfell ehf. Höfuðstöðvar Ísfells eru að Fiskislóð í Reykjavík, útibú er í Hafnar- firði og dótturfyrirtæki í St. Johns í Kanada. Ísfell rekur fjórar framleiðslu- einingar veiðarfæra undir nafninu Ísnet á landsbyggðinni, þ.e. í Hafnarfirði, Þorlákshöfn, á Sauð- árkróki og Akureyri og er auk þess meðeigandi í Netagerðinni Höfða á Húsavík. Starfsmenn Ísfells og Ísnets eru alls 65 talsins og heildarvelta hér- lendis er áætluð 1,5 milljarður króna. Hólmsteinn Björnsson er framkvæmdastjóri heildsölustarf- semi fyrirtækisins en Ólafur Steinarsson er framkvæmdastjóri framleiðslustarfseminnar. Starfsemi Ísfells er vafalaust sú umfangsmesta á sínum sviðum hérlendis og tekur til framleiðslu veiðarfæra, vörusölu og þjónustu, allt frá handfærum upp í stærstu flottroll sem þekkjast. Fyrirtækið er m.a. í nánu samstarfi við Sel- stad AS í Noregi og Rofia í Þýskalandi um þróun, sölu og þjónustu veiðarfæra, einkum tog- veiðarfæra. Ísfell, Icedan Ltd Kanada, Selstad og Rofia mynda þannig þéttriðið þjónustunet á Norður-Atlantshafi. Sölustarfsemi Ísfells skiptist í togveiðisvið, netaveiðisvið, krókaveiðisvið, iðnaðar- og rekstrarvörusvið og björgunar- vörusvið. Iðnaðar- og rekstrarvör- ur fá aukið vægi í rekstrinum með nýrri deild á Óseyrarbraut í Hafnarfirði. Sölustarfsemi verður áfram í svipuðu horfi hvað varðar togveiðarfæri, net og línu en birgðahald aukið verulega á öll- um starfsstöðvum. Þannig verður t.d. hægt að fá línuábót og beitu í Hafnarfirði sem er nýlunda og sparar þeim Suðurnesjamönnum sporin sem hingað til hafa sótt þá þjónustu út á Granda. Framleiðslueiningarnar Ísnet verða efldar verulega. Þannig hef- ur fullkomið víraverkstæði verið sett upp hjá Ísneti Akureyri til að þjóna útgerðum á Norðurlandi. Í Hafnarfirði rekur Ísnet flottrolls- og nótaverkstæði af fullkomnustu gerð við hafnarbakkann. Sérstök áhersla verður lögð á uppsetningu og þjónustu flottrolla og í þeim geira þjónustunnar blæs fyrirtæk- ið til sóknar. Ný stjórn hefur verið kjörin fyrir Ísfell ehf. Hana skipa Pétur Björnsson, formaður, Hans Petter Selstad, varaformaður, Daníel Þórarinsson, Baldur Guðnason og Pétur Reimarsson. Nýtt og öflugt þjónustufyrirtæki í sjávarútveginum

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.