Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2003, Síða 20

Ægir - 01.03.2003, Síða 20
20 S J Á VA R FA N G Markmið ráðstefnunnar er að efla alþjóðlegt samstarf á sviði rannsókna um það hvernig best sé að tryggja framleiðslu og þró- un hollra og öruggra sjávarafurða í framtíðinni. Þekktir fyrirlesarar Að ráðstefnunni standa WEFTA (West European Fish Technolog- ists Association), sem eru samtök vísindamanna á sviði fiskiðnaðar- rannsókna í V-Evrópu og AFTC (Atlantic Fisheries Technologists Conference), sem eru sambærileg samtök vísindamanna á austur- strönd N-Ameríku og Kanada. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (Rf), sem er aðili að WEFTA, sér um skipulagningu ráðstefnunnar. Átta erlendir gestafyrirlesarar munu halda erindi í hinum ýmsu málflokkum sem til umræðu verða á ráðstefnunni og eru þeir allir vel þekktir og höfundar margra vísindagreina og fræði- bóka á þessu sviði. Þá mun fjöldi annarra vísindamenn, bæði inn- lendra og erlendra, halda stutt erindi og greina frá rannsóknum sem þeir eru að vinna að og tengjast umfjöllunarefni ráð- stefnunnar. Góð kynning fyrir íslenskan sjávarútveg Nokkuð er síðan byrjað var að ræða um að halda slíka sameigin- lega ráðstefnu. Þótti við hæfi að mætast á miðri leið og var Rf fengið til að skipuleggja ráð- stefnuna á Íslandi og er það ánægjulegt fyrir Ísland og Rf að hafa verið orðið fyrir valinu til að annast slíkan viðburð. Ráðstefn- unni í sumar er sem áður segir einkum ætlað að efla vísindasam- starf á milli Evrópu og N-Amer- íku á þessum vettvangi. Um leið getur hún orðið góð kynning fyr- ir íslenskan sjávarútveg og ís- lenskar rannsóknir í sjávarútvegi. Vonandi verður ráðstefnan einnig hvatning fyrir íslenskan sjávarút- veg til að efla rannsóknir sem miða að því að auka verðmæti og gæði sjávarfangs, enda ljóst að þar felast helstu möguleikar greinarinnar til aukinnar verð- mætasköpunar í framtíðinni. Mikill áhugi Mikill áhugi er á ráðstefnunni á meðal vísindamanna, ef marka má þann fjölda umsókna sem borist hefur um að fá að halda er- indi á ráðstefnunni, eða tæplega 100. Bárust umsókir frá vísinda- mönnum víða að, m.a. frá lönd- um sem ekki eiga aðild að þeim samtökum sem að ráðstefnunni standa, t.d. frá vísindamönnum í Asíu og S-Ameríku. Skynsamleg nýting fiskistofna Fiskur er mikilvægur hluti af matvælaforða mannkyns og fær t.d. um milljarður jarðarbúa u.þ.b. þriðjung þess próteins sem þeir þarfnast úr fiski. Reyndar er þetta hlutfall afar mismunandi eftir heimshlutum og löndum og er að sjálfsögðu hærra í löndum sem hafa aðgang að sjó. Mikil- vægt er að ganga þannig um þessa auðlind, hvort sem er hér á landi eða á heimsvísu að hún sé nýtt varlega, þ.e að ekki sé geng- ið of nærri fiskistofnum og ekki síður að hún sé nýtt skynsam- lega, þ.e. að það sem leyft er að veiða sé fullnýtt og litlu sem engu hent. FAO, Matvæla- og landbúnað- arstofnun Sameinuðu þjóðanna, telur að um helmingur allra meginnytjastofna í heimshöfun- um séu nú um það bil fullnýttir, 25% þar til viðbótar ýmist þegar ofveiddir eða á hægri uppleið eft- ir að hafa verið ofveiddir. Sam- kvæmt þessu er einungis raun- hæft að búast við einhverri aukn- ingu veiða í um það bil fjórðungi nytjastofna. Spá aukinni fiskneyslu Fólksfjöldi í heiminum hefur á síðustu árum aukist hraðar en framboð á fiski og hefur meðal- fiskneysla í heiminum þ.a.l. heldur minnkað á heimsvísu. FAO spáir því þó að fiskneysla muni aukast töluvert á næstu árum og er því ljóst að fram- leiðsluaukingin mun fyrst og fremst eiga sér stað í fiskeldi og með því að nýta hlutfallslega meira til manneldis af sumum tegundum sem nú eru veiddar heldur en þegar er gert. Fisk- neysla er nokkuð misjöfn eftir heimshlutum, löndum, efnahag og aðgengi að sjó, svo nefndir séu fáeinir þeirra þátta sem áhrif hafa þar á. Á Vesturlöndum (auk Jap- an), þar sem efnahagur er bestur og hæst verð fæst fyrir fisk, fer meðalaldur þjóða almennt hækk- andi og kröfur um heilnæm mat- væli aukast að sama skapi. En það eru ýmsir þættir sem geta haft áhrif á þróun fiskneyslu. Aukin áhersla á heilnæmi matvæla Uppgangur stórmarkaða hefur þannig t.d. breytt neyslumynstri töluvert á síðustu árum og m.a. aukið fiskneyslu á þeim svæðum sem liggja langt frá sjó. Þá hafa Höfundur er Björn Auðunsson, starfsmaður á rannsóknasviði Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. TAFT 2003 - alþjóðleg ráðstefna í júní um nýtingu sjávarfangs Dagana 11.-14. júní n.k. verður haldin í Reykjavík ráðstefnan TAFT 2003 (Trans Atlantic Fisheries Technology Conference) þar sem margir kunnir vísindamenn frá Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada á sviði rannsókna á sjávarfangi og nýtingu þess munu koma saman og bera saman bækur sínar. Um er að ræða fyrstu sameiginlegu ráðstefnu þessara aðila.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.