Ægir

Volume

Ægir - 01.03.2003, Page 32

Ægir - 01.03.2003, Page 32
Sautján manna nefnd sem sjáv- arútvegsráðherra skipaði til að gera úttekt á gildi fiskmarkaða og áhrifum þeirra á íslenskan sjávarútveg og atvinnuþróun hefur skilað niðurstöðum sín- um. Í áliti nefndarinnar um ,,gólf- markaði” segir að stefnt skuli að því að afli sem boðinn er upp á þeim mörkuðum verði, áður en uppboð fer fram, flokkaður eftir tegundum, fullviktaður, stærðar- flokkaður, ísaður og gæðaflokkað- ur m.a. með tilliti til hitastigs hans. Þá skuli ávalt vera hægt að rekja aflann til veiðiskips, veiði- dags og veiðarfæris. Uppboðslýs- ing skal taka mið af öllum þess- um atriðum. Afli skal geymdur í köldu rými og vera aðgengilegur kaupendum sem þess óska, áður en uppboð hefst. Um ,,fjarskiptamarkaði” segir í áliti nefndarinnar að halda skuli sérstakt uppboð á afla sem enn er um borð í veiðiskipum eða óveiddur. ,,Uppboðið skal ekki fara fram samtímis uppboði á gólfmarkaði. Uppboðslýsing skal vera eins nákvæm og kostur er. Kaupanda skal gerð grein fyrir þeirri óvissu sem kaupunum fylg- ir. Verðmyndun skal vera frjáls og uppboðskerfi viðurkennt af opin- berum aðilum,” segir í áliti nefndarinnar. Um ,,tilboðsmarkaði” segir nefndin að sala á afla skuli fara fram þannig að seljendur eða kaupendur geri tilboð um sölu eða kaup á fiski. Þannig geti til- boð um kaup eða sölu legið inn á fiskmarkaði í ákveðinn tíma. All- ar upplýsingar um aflann skuli liggja fyrir eins og kostur sé, þ.m.t. upplýsingar um lágmarks- verð. Óheimilt sé að gera ráð fyrir greiðslu með aflaheimildum. Innrás frá Rússlandi Í kalda stríðinu beindust varnir Noregs að því að innrás myndi gerð úr austri. Nú er kalda stríðinu lokið en samt gera Rússar innrás í Noreg, segir Fiskaren, og á við kóngakrabb- ann. Talsmenn strandhéraðanna hafa um árabil varað við þeirri krabbaógn sem nú steðjar að auðugum og mikilvægum fiski- miðum við Norður-Noreg. Þeir segja að stjórnvöld geri ekkert í málinu og benda á að svo geti farið að kóngakrabbinn eyði- leggi miðin í náinni framtíð ef hann verður ekki veiddur enn meira en nú er gert. 32 F I S K M A R K A Ð I R www.isfell.is Ísfell ehf • Fiskislóð 14 • P.O.Box 303 • 121 Reykjavík • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is Ábót, sigurnaglalína og allar gerðir af beitu Nefnd sjávarútvegsráðherra um gildi og áhrif fiskmakaða: Aflinn flokkaður meira en áður

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.