Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.2003, Qupperneq 40

Ægir - 01.03.2003, Qupperneq 40
40 N Ý I R B Á TA R Fyrsta nýsmíðin af þessari gerð frá Plastverki hefur fengið nafnið Örninn og er hugsaður sem hrað- fiskibátur. Örninn er tvíbytna eða jafnvel þríbytna, þ.e. hann hefur stór „skíði“ niður með báð- um hliðum, sem gefur honum hæfileika fram yfir aðra báta. Báturinn er mjög lipur og rás- fastur, þægilegur í snúningum og andófi. Báturinn heldur vel ganghraða, þ.e. 30 mílur, en hann er búinn 430 hestafla Cummings vél. Örninn er 9,63 m á lengd og 3,50 m á breidd Báturinn er einnig fáanlegur undir 6 brúttó- tonnum að stærð og fellur þá inn í frjálsar handfæraveiðar í daga- kerfi. Einnig er báturinn fáanleg- ur mun lengri eða eftir óskum kaupanda. Í Erninum er 989 lítra olíu- tankur undir lest og 150 lítra vatnstankur undir lúkar. Mjög gott er að komast að vél- inni, þar sem mikið rými er í vél- arrúmi og stór lúga er yfir vél- inni. Í lest er áætlað að koma fyrir 11 x 660 lítra körum og 4 x 380 lítra körum sem svo má útfæra eins og hverjum hentar. Búið er að prufa bátinn í rúman mánuð við misjöfn skilyrði og hafa þær prófanir verið mjög jákvæðar er látið mjög vel að honum. Örninn GK 62 Plastverk ehf. í Sandgerði hefur hafið framleiðslu á nýstárlegum hraðfiskibáti sem vafalítið mun vekja athygli meðal smábátasjó- manna. Báturinn er nokkurs kon- ar þríbytna, þ.e. hann hefur eigin- lega „skíði“ niður með skrokknum og gefur þetta mikinn stöðugleika. Búið er að gera miklar stöðug- leikaprófanir á bátnum sem reynst hafa mjög jákvæðar. Aðgengi að vélinni í bátnum er mjög gott, eins og sjá má. Örninn er mjög snúningslipur og stöðugur. Örninn á fullri ferð. Eins og sjá má er nær að tala um þríbytnu í þessu tilviki en eiginlega er um að ræða nokkurs konar skíði sem koma niður með hinum hefðbundna skipsskrokki.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.