Ægir

Volume

Ægir - 01.02.2003, Page 11

Ægir - 01.02.2003, Page 11
11 L O Ð N U V E I Ð A R Hrognafull loðna er það sem Japanir sækjast eftir, en þeir eru feykilega kröfuharðir kaupendur og greiða jafnframt mest allra kaupenda fyrir loðnuna. Loðnan verður því aldrei verðmeiri en þessa síðustu daga vertíðarinnar og því keppast menn um að veiða sem mest á sem skemmstum tíma. Á hverjum vetri kemur hingað til lands fjöldi japanskra mats- manna sem skoða loðnuna hátt og lágt og meta stærð, fitumagn og hrognafyllingu og ákveða hvenær hún er frystingarhæf. Sömu menn koma jafnan ár eftir ár og því hafa í mörgum tilfellum myndast náin tengsl framleiðenda og kaupenda. Til að loðna sé frystingarhæf fyrir Japansmarkaðinn verður hún að vera vel stór og með hrogna- fyllingu að lágmarki 15 prósent. Í þessu ástandi er loðnan jafnan þegar hún heldur til hrygningar af miðunum fyrir austan land og gengur vestur með landinu í átt að hrygningarstöðvunum. Á þeirri leið gengur hún upp á landgrunnið suðaustur- og suður af landinu og það er þá sem kapp- hlaupið stendur sem hæst. Tíðarfarið hafði áhrif á vertíðina Bræla tafði veiðar á Japansloðn- unni til að byrja með, en ótíðin hafði ekki síður áhrif á loðnu- rannsóknarleiðangur hafrann- sóknarskipsins Árna Friðrikssonar sem leitaði loðnu m.a. í þeim til- gangi að auka við loðnukvótann. Skipin fiskuðu vel þegar veður gekk niður og gekk því fljótt á kvóta þeirra. Til að varna því að veiðar stöðvuðust varð því að Það væri ef til vill ofsögum sagt að gullæði renni á menn þegar loðnan verður hæf til frystingar á hinn verðmæta Japansmarkað, en eitt er víst að mikið kapphlaup fer jafnan í gang, enda mikið í húfi. Og ekki skaðar það að verða fyrstur til, en eftir því sem næst verður komist voru fyrstu loðnurnar fyrir Japans- markað frystar í ár hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað, en þar hófst þessi vinnsla 21. febrúar. Kapphlaupið um loðnuna - loðnan aldrei verðmætari en síðustu daga vertíðarinnar Fryst loðna komin á pallana og tilbúin til útflutnings. Myndir og texti: Ágúst Ólafsson

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.