Ægir

Volume

Ægir - 01.02.2003, Page 32

Ægir - 01.02.2003, Page 32
32 F I S K V E I Ð I S T J Ó R N U N „Þrátt fyrir þessa staðreynd,“ sagði Árni, „hefur gustað um nú- verandi fiskveiðistjórnunarkerfi og það verið umdeilt frá því að það var tekið upp. Stjórnvöld hafa verið meðvituð um þetta og því hafa verið skipaðar ýmsar nefndir sem hafa haft það að markmiði að koma á sátt um kerfið. Þrátt fyrir að menn hafi ekki fallist í faðma þegar þessar nefndir hafa skilað af sér er ég sannfærður um að það hefur skilað okkur fram á veginn og bætt löggjöf okkar í gegnum tíðina.“ Fimm nefndir Sjávarútvegsráðherra nefndi að á þessu kjörtímabili hafi fimm nefndir verið skipaðar sem fjalli um vinnslu, meðferð og viðskipti með sjávarafla. Allar hafi þessar nefndir lokið störfum og margt af því sem þær hafi lagt til hafi þeg- ar verið framkvæmt. Ráðherra sagði að eftirlit með brottkasti hafi verið eflt, heimild til að koma með undirmálsafla að landi rýmkuð og leyfi gefið til þess að landa svokölluðum Hafró-afla, en í því felst að útgerðir geta landað allt að 5% aflans án þess að það sé dregið frá aflamarki og renna 80% af andvirðinu til Hafrann- sóknastofnunarinnar. Í rannsókn- um sem gerðar hafa verið í kjöl- farið benda niðurstöður til þess að aðgerðirnar hafi skilað árangri. Auka má verðmæti sjávarafla Sjávarútvegsráðherra ítrekaði þá Það hefur gustað um kerfið - segir Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra „Einn þáttur í því að auka verðmæti sjávarfangs er að gera sem mest verðmæti úr aflanum áður en hann fer úr landi,“ segir Árni M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra. Á aðalfundi Samtaka verslunar- innar nýverið ræddi Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, um stjórnkerfi fiskveiða, sem hann sagði hafa skilað einstæðum árangri, ekki síst þegar haft væri í huga að sífellt væru að heyrast fréttir af hruni stofna á hafsvæð- um flestra þjóða sem stundi fisk- veiðar í Norður-Atlantshafi.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.