Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2003, Síða 40

Ægir - 01.02.2003, Síða 40
40 S K I PA S T Ó L L I N N Breskir sjómenn hafa enn ekki unnið samkvæmt sameiginlegri fiskveiðistefnu ES vegna þess að stjórnvöld sömdu um 16 ára aðlögunartíma, sem þýddi einkarétt þeirra á breskri fiskislóð. – Nú er þessi tími liðinn, segir Tom Pay, talsmaður skoskra sjómanna. Hann telur að krafa ES um jafnan aðgang aðildarríkjanna að fiskimiðum jafngildi dauðadómi yfir breskum sjávarútvegi og fiskvinnslu. – Sjávarútvegurinn er drepinn með köldu blóði til að fiskveiðistefna ES nái fram að ganga. Spánverjar hafa fengið aðgang að fiskimiðum í Norðursjó án nokkurra takmarkana frá 1. janúar 2003. Þar er kvóti breskra sjómanna skorinn niður til að rýma til fyrir Spánverjum og öðrum. Margir skoskir sjómenn telja að nógur fiskur sé á miðunum við Bretland. – Við höfum meira en nógan fisk í Norðursjónum og vestan Stóra-Bretlands til að tryggja afkomu breska veiðiflotans en við höfum hvorki pláss né fisk handa skipum frá 15 eða fleiri ES löndum. Einn af forystumönnum skoskra sjómanna segir í viðtali við Fiskaren að þeir séu vanmáttugir og áhrifalausir í taflinu um fiskveiðistefnu ES, sem kemur frá skriffinnum og stjórnmálamönnum í Brussel; þar sé valdið og heimamenn geti engu um breytt. – Ég ræð starfsbræðrum mínum í Færeyjum, á Íslandi og í Noregi til þess að selja ekki umráðaréttinn yfir eigin landi undir erlent vald. Raunveruleg orsök þeirra hörmunga, sem nú dynja yfir sjávarútveg okkar, er sú að við létum af hendi fiskimiðin. Fiskistofnarnir okkar voru afhentir Evrópusambandinu. Gráleitur lax ef ES bannar litarefni Evrópuráðið hefur samþykkt að minnka skuli leyfilegt magn af litarefninu Cantaxanthin í matvælum. Ef hið sama verður um litarefnið Astaxanthin getur svo farið að eldislax verði gráleitur á fiskinn. Þeir sem annast sölu á norskum laxi segja að reglur þessar snerti ekki Noreg en verði settar svipaðar reglur í ES ríkjunum um skylt litarefni, Astaxanthin, myndi það valda miklum erfiðleikum í norsku laxeldi. Talið er líklegt að ákvörðun um það verði tekin innan sex til níu mánaða. Ástæðan fyrir takmörkun á notkun Cantaxanthins er sú að það getur valdið sjóntruflunum hjá fólki. Efnið er meðal annars notað í fóður handa eldislaxi til að fá rauðari fisk. Nýju reglurnar munu gilda um lax frá Noregi og Evrópu en ekki annars staðar frá, til dæmis Chile. Þær eiga að gilda frá desember 2002. Samtök skoskra laxeldisstöðva hafa lýst áhyggjum vegna reglnanna og telja þær muni leiða til verri samkeppnisaðstöðu skoskra og evrópskra laxeldisstöðva við Chile, þar sem engar hömlur eru á notkun cantaxanthins. ey á veiðar þann 20. febrúar og segir Birgir mjög jákvætt að sjá meiri þorskgöngur á miðunum en á sama tíma í fyrra. „Það eru allir sammála um það að við sjáum meira af göngufiski en áður og þarna er um að ræða ágætan fisk. Við þurfum ekki að hafa mikið fyrir því að ná í þorskinn eins og ástandið er núna á miðunum. Sömuleiðis sjáum við mikið af ýsu á flestum miðum og ufsagend virðist sömuleiðis ágæt. Karfinn er ekki farinn að láta mikið sjá sig en það er kannski ekki að marka það á þessum tíma,“ segir Birgir. Ekki gott að reikna út- hafsveiðina út Reiknað er með að Vestmannaey taki annan túr á heimamiðum áður en farið verður á karfaslóðir í úthafinu þegar kemur fram í apr- ílmánuð. Birgir segist vænta góðs af úthafsveiðunum í vor. „Við upplifðum mjög góða veiði þarna suður frá í fyrra og vonum auðvitað að það sama verði uppi á tengingnum í ár. Samt er ekki á vísan að róa á út- hafskarfanum og raunar hefur manni gengið hálf illa að lesa munstur út úr þessu frá ári til árs. Fyrirfram getum við lítið vitað um ástandið en finnum þetta fljótlega eftir að veiðarnar byrja. Í fyrra náðum við ágætri veiði hérna megin við landhelgismörk- in og það munar okkur miklu. Í stað þess að vera innan um nokkra tugi skipa erum við rösk- lega 20 togarar á svæðinu þegar mest er og það gefur auga leið að við eigum mun auðveldara með að athafna okkur en þegar við erum innan um öll þessi skip og lendum jafnvel í því að draga margar mílur áður en hægt er að snúa við! Aðstæðurnar skipta því miklu máli hvað varðar árangur- inn á karfaveiðunum í úthafinu og við vonum auðvitað að við náum góðum afla hérna megin við línuna,“ segir Birgir. Aukinn kvóti kemur sér vel Birgir segist reikna með að fara 5 túra í úthafið í ár. „Kvótinn var aukinn og mér sýnist að sú aukning sé nálægt því að vera einn túr hjá okkur. Gangi allt eins og óskað er þá ættum við að vera við karfaveið- arnar frá því um um miðjan apríl og fram í lok júní,“ segir Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vesta- manney VE. Klukkan glymur breskum sjómönnum

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.