Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2005, Síða 12

Ægir - 01.03.2005, Síða 12
12 V E Ð U R FA R Í vetur lokaði hafís siglinga- leiðinni fyrir Horn í nokkra daga og jafnframt ógnaði ís höfninni og bátum í Grímsey. Austar, t.d. á Melrakkasléttu, rak íshrafl að landi. Í vetur var, að sögn Einars, nánast ísstífla í Grænlandssundi sem myndaðist vegna suðvest- lægra átta sem voru ríkjandi al- veg frá um 25. janúar sl. Um miðjan mars snérust áttir svo til norðurs og þá barst ís hratt að Ís- landsströndum. Sjávarhiti, ísmagn og straumar Hafís hér við land ræðst af þrem- ur meginatriðum. Í fyrsta lagi af sjávarhita norður í höfum, t.d. við Svalbarða og í annan stað ísmagni sem berst suður um Framsund úr Íshafinu ár hvert. „Þriðji þáttur- inn, sem hér hefur áhrif, eru sjáv- arstraumar. Í venjulegu árferði ber kaldi Austur - Grænlands- straumurinn ísinn suður með austurströnd Grænlands uns hann bráðnar að lokum. Í vetur hafa hæðir verið ríkjandi á Grænlands- hafi og þar suður af og því mynd- aðist ísstíflan, sem að lokum brast þegar vindur snérist til norðurs. Það var lán í óláni að ísinn var mjög gisinn eins og ég sá vel sjálfur í ískönnunarflugi með Landhelgisgæslunni 1. mars. Þá var þéttleikinn ekki mikill, og miklar dreifar langt út frá megin ísjaðrinum, en með norðanvind- inum þéttist síðan ísinn og að nyrstu ströndum var hann kom- inn 17. mars.“ Einar Sveinbjörnsson segir ís- inn á dögunum að mestu leyti hafa verið hefðbundinn, sem myndast þegar lítt saltur yfir- borðssjór nær að frjósa langt norður frá. „Borgarísjakar eru alla jafna sumarbráð úr Grænlands- jökli og þeir sjást hér helst síðla sumars og fram á haust, einkum frá Ströndum og við Húnaflóa. Lesendur Morgunblaðsins þekkja sjálfsagt vel hafísmyndir Jóns G. Guðjónssonar fréttaritara í Litlu Ávík í Trékyllisvík.“ Kólnun við Svalbarða Síðustu ár sjöunda áratugar síð- ustu aldar voru köld og oft er tal- að um hafísárin frá 1965 til 1971. Upphaf þeirra má rekja til kóln- unar í hafinu norður undir Sval- barða, sem hófst um og fyrir 1960. Páll Bergþórsson, sem kannað hefur tengsl sjávarhita í Norðurhöfum við veðurfar hér á landi, kemst að þeirri niðurstöðu að sé kalt við Svalbarða taki þann sjávarkulda um sjö ár að berast til Viðtal: Sigurður Bogi Sævarsson. Köld sumur og þokusæl oft í kjölfar hafísvetra Líklegt má telja að á sumri komanda verði kalt í veðri um norðan- og austanvert landið og jafnframt geti orðið þokusamt. Slíkt fer þó mikið eftir vindáttum, en oft fylgja köld sumur í kjölfar hafísvetra. „Lífsskil- yrði í sjónum gætu einnig tekið breytingum og þá ekki síst við austan- vert landið. Athugull skipstjóri á Hornafirði sem Veðurstofan hefur ver- ið í sambandi við segir kalda sjávarstrauma úti fyrir Austurlandi komna lengra suður á bóginn en áður hefur orðið vart,“ segir Einar Svein- björnsson, veðurfræðingur og deildarstjóri á Veðurstofu Íslands. Einar Sveinbjörnsson: Borgarísjakar eru alla jafna sumarbráð úr Grænlandsjökli og þeir sjást hér helst síðla sumars og fram á haust, einkum frá Ströndum og við Húnaflóa. Mynd: Úr skýrslunni „Impacts of a warming Arctic“ Einar Sveinbjörnsson: Hafísárin 1965 til 1971 voru köld. Síðan þá hefur tíð verið breytileg, skipst á köld og hlý ár, en frá aldamótum hefur verið hlýtt og árið 2003 var sérlega hlýtt og jafnast á við bestu árin í kringum 1940. Mynd: Úr skýrslunni „Impacts of a warming Arctic“ aegirmars2005-3tbllaga› 8.4.2005 8:26 Page 12

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.