Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2005, Síða 17

Ægir - 01.03.2005, Síða 17
17 Þ O R S K E L D I tölur sem við höfum erlendis frá. Ég held að flestir séu sammála um að ekki sé unnt að byggja upp „iðnaðareldi“, sem er okkar fram- tíðarsýn, nema á kynbættum klöktum seiðum. Hins vegar hef- ur verið takmarkað framboð af slíkum seiðum og þau hafa sömu- leiðis verið dýr.“ Þurfum að afla okkur frekari þekkingar Eins og Þórarinn bendir á hér að framan hafa nokkur hérlend fyrir- tæki unnið ákveðið frumkvöðla- starf í þorskeldi. Eldið er drifið áfram af öflugum sjávarútvegsfyr- irtækjum og fullyrða má að fram- haldið í rannsóknar- og þróunar- vinnu í fiskeldinu ráðist að tölu- verðu leyti af stöðugu umhverfi. Þórarinn telur að því fari víðs fjarri að sá tímapunktur sé kom- inn að unnt sé að taka ákvörðun um að fara út í „stórskala“ þorsk- eldi hér á landi. „Nei, það tel ég ekki vera. Ég tel að við séum ekki búnir að afla okkur nægilegrar vitneskju til þess að geta tekið stórar ákvarðanir um framhaldið. Ég held að við verðum að vinna á þessum „skala“ - þ.e. 6-800 tonn á ári, næstu 5-8 árin. Það tel ég alls ekki óeðlilegan tíma. Við get- um ekki leyft okkur að fara út í matfiskeldi í verulegu magni fyrr en t.d. menn hafa þróað seiða- framleiðsluna betur og kynbæt- urnar hafa skilað sér. Það þarf sömuleiðis að þróa bóluefni gegn skæðum sjúkdómum, sem hafa verið að gera okkur lífið leitt. Einnig þarf að vinna að markaðs- málunum jafnhliða. Í mínum huga er alveg ljóst að þorskeldið verður ekki byggt upp hér á landi nema með því að við öflum okkur reynslu og þekking- ar. Við getum ekki setið rólegir og horft á það sem Norðmenn eru að gera. Við verðum sjálfir að þreifa okkur áfram á okkar for- sendum og finna út okkar styrk- leika og veikleika í þorskeldinu.“ Þróun á eldistækni Þórarinn segir alveg ljóst að Norðmenn séu komnir með mikla afkastagetu í seiðafram- leiðslu, sem lengi vel var flösku- háls í þeirra eldi. „Norðmenn hafa stigaukið seiðaframleiðsluna og eru farnir að bjóða upp á seiði í betri gæðum. Mér sýnist því að Norðmenn geti brátt farið af stað með umfangsmikið þorskeldi. Það gæti vissulega falist ákveðin ógn fyrir okkur Íslendinga í því, en persónulega er ég ekkert hræddur við það. Ef framleiðslu- kostnaður á eldisþorski verður hærri en á veiddum þorski, þá held ég að við þurfum ekki að óttast. Fljótt á litið sé ég ekki framleiðslukostnað á þorski í kví fara undir 200 krónur pr. kg. miðað við óslægðan fisk. Miðað við verð á þorski á fiskmörkuðum um þessar mundir sjáum við hversu mikill verðmunurinn er. Í samkeppninni við Norðmenn tel ég að við séum ennþá sterkir í villta þorskinum og verðum það væntanlega áfram. Það sem Norð- menn hafa hins vegar klárlega umfram okkur í sambandi við þorskeldið er að þeir hafa þróað eldistækni í laxeldinu og geta nýtt sér hana í þorskeldinu. Við þurfum hins vegar að leggja mikla vinnu í að þróa okkar eldis- tækni og byggja hana upp sam- hliða því að byggja upp nýja eld- istegund. En almennt tel ég að ólíklegt sé að framleiðslukostnað- ur okkar í þorskeldi verði hærri en hjá Norðmönnum. Ég sé ekki í fljótu bragði af hverju það ætti að vera.“ Skemmtilegur eldisfiskur Þórarinn segir að áframeldisfisk- inum hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru sé gefinn síld og loðna, en aleldisfiskurinn fái þurrfóður. „Það sem hefur komið mér mest á óvart í þorskeldinu er vöxturinn á aleldisfiskinum í sjó- kvíum. Hann hefur verið mun meiri en maður gat átt von á. Það kemur manni líka á óvart hversu skemmtilegur eldisfiskur þorsk- urinn er. Hann virðist þola mik- inn þéttleika í kvíum og þola ágætlega höndlun. Það neikvæða eru þeir sjúkdómar sem við höf- um átt við að stríða í aleldisfiski - fiski sem er á fyrsta ári í sjókví- um. Við urðum fyrir barðinu á kýlaveikibróður, en ég veit að Norðmenn hafa glímt við „Vibriosa“ og menn hafa verið að þróa bóluefni við því.“ Hraðfrystihúsið Gunnvör er ásamt Brimi fiskeldi, G. Runólfs- son hf. í Grundarfirði og Þóroddi (Tálknafirði og Patreksfirði) kom- in hvað lengst í áframeldi á þorski og einnig má nefna Síldar- vinnsluna í Neskaupstað og Eskju á Eskifirði. HG og Brim fiskeldi hafa hins vegar náð lengst í aleldi, fyrirtækin hafa unnið náið saman, m.a. varðandi seiðaeldi á Naut- eyri ásamt Eskju á Eskifirði. Hjalti Karlsson, útibússtjóri Hafró á Ísafirði, með vænan eldis- þorsk úr kvíum HG. Pökkun á eldisþorski til útflutnings. aegirmars2005-3tbllaga› 8.4.2005 8:26 Page 17

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.