Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.2005, Side 23

Ægir - 01.07.2005, Side 23
23 H A F Í S lægðist landið eftir að tók að draga úr hinum þrálátu norðan- áttum í maí, en eftir það varð töluvert vart við borgarísjaka við landið. Eins og ítarlega hefur verið fjallað um í Ægi fyrr á þessu ári hefur orðið gríðarleg hlýnun and- rúmsloftsins og hækkun hitastigs sjávar á norðurhveli jarðar á und- anförnum árum. Í nýlegri skýrslu kanadíska sjávarútvegsráðuneytis- ins, sem var gerð opinber í júní sl., kemur fram að magn hafíss undan ströndum Nýfundnalands og Labrador var á síðasta ári tí- unda árið í röð undir meðaltali og jafnframt reyndist sjávarhiti und- an St. John’s vera sá hæsti sem hefur mælst frá því mælingar hófust fyrir um sex áratugum. Þá reyndist botninn á Miklabanka vera 0,9 gráðum hærri en í með- alári og hafði ekki mælst hærri í tæplega fjörutíu ár. Þór Jakobsson segir að þessar upplýsingar frá Kanada séu í takt við upplýsingar um að ís í Norður-Íshafi og við Austur-Grænland hafi verið að minnka ár frá ári. „Haldi þessi þróun áfram geta opnast auknir möguleikar á siglingum í norður- höfum, og jafnvel þvert yfir Norður-Íshaf og til Austur-Asíu. Þegar ísinn minnkar verða aukin umsvif norður af Rússlandi, því unnt verður lengur en ella að sigla á því svæði,“ segir Þór. „Neikvæða hliðin á þessum loft- lagsbreytingum er t.d. sú að sífrerinn í Kanada og Síberíu hef- ur minnkað og síðan geta hvíta- birnir verið hreinlega í hættu,“ segir Þór. Hann lætur þess getið að nýjustu vísindakenningar geri ráð fyrir að hin mikla loftlags- hlýnun sé bæði til komin af mannavöldum, þ.e. útstreymi koltvísýrings, og hins vegar sé um að ræða náttúrulegar sveiflur. „Þarna geta komið til lítilsháttar breytingar á sólinni, sem núna hefur tekist að mæla með gervi- hnöttum fyrir ofan lofthjúpinn. Það geta líka verið tímabundnar breytingar vegna hafstrauma og sömuleiðis eldgosa. En það er ljóst að koltvíildið hefur verið að aukast í andrúmsloftinu og er enn að aukast. Þetta er lofttegund sem hefur þann eiginleika að hleypa ekki í gegn hitageislun frá jörðinni og því þykir nokkuð ljóst að hluta hlýnunarinnar megi rekja til okkar mannfólksins,“ segir Þór Jakobsson. Þór Jakobsson, veðurfræðingur, á hugmyndina að hafíssýningu á Blönduósi. Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson. „Ég tel að vel fari á því að hafa hafíssýningu á Blöndu- ósi, enda hefur hafís verið tíður í Húnaflóa og hvítabirnir hafa oft verið honum tengdir,“ segir Þór Jakobsson. Mynd úr skýrslunni „Impacts of a warming Arctic“

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.