Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2005, Blaðsíða 6

Ægir - 01.09.2005, Blaðsíða 6
6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Efnahags- og gengismál voru fulltrúum á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegs- manna hugleikin. Það þarf ekki að koma á óvart, enda hefur hátt skráð gengi íslensku krónunnar leikið sjávarútveginn grátt eins og aðrar útflutningsgreinar. Það kom skýrt fram í máli sjávarútvegsráðherra að hann teldi að gengið gæti ekki staðið svona til lengdar og hann lagði m.a. til að Seðlabank- inn myndi stórauka gjaldeyriskaup. Í ræðu Sigurjóns Árnasonar, Landsbanka- stjóra, á aðalfundinum kom fram að hann teldi að styrking krónunnar væri orðin mun meiri en eðlilegt gæti talist og hann orðaði það svo að eitthvað hlyti að vera óeðlilegt við efnahagsstjórn þar sem slík staða væri komin upp. „Með því að hækka vexti enda- laust til að slá á verðbólgu, sem við íslenskar aðstæður þýðir að krónan styrkist og styrk- ist, er í raun hætta á því að í stað þess að skapa stöðugleika snúist lækningin upp í andhverfu sína. Hættan er sú, að lækningin gangi að sjúklingnum dauðum. Það er ekki góð læknisfræði,“ sagði Sigurjón m.a. Í lok erindisins dró Sigurjón saman það sem hann telur mikilvægast í núverandi stöðu. Í fyrsta lagi verði ríkisvaldið að finna framtíðarlausn á fyrirkomulagi Íbúðalánasjóðs, í öðru lagi verði Seðlabankinn að kaupa gjaldeyri til að byggja upp forða, í þriðja lagi verði Seðla- bankinn að gefa til kynna að vaxtahækkun- um séu takmörk sett, í fjórða lagi verði aðil- ar vinnumarkaðarins að ná samkomlagi núna í nóvember um framlengingu núver- andi kjarasamninga - með aðild ríkisins ef til þarf - og í fimmta lagi eigi ríkisstjórnin að fresta skattalækkunum og/eða að grípa til aðgerða sem auki sparnað í þjóðfélaginu í því skyni að draga úr neyslu. Svo mörg voru þau orð Sigurjóns banka- stjóra og segja má að hann hafi dregið upp myndina af vandanum í hnotskurn. Auðvit- að er ljóst að sú þensla sem nú er í þjóðfé- laginu helgast fyrst og fremst af því mikla innstreymi fjármagns sem er fylgifiskur stórframkvæmdanna á Austurlandi. Þetta vissu allir fyrir og þarf ekki að koma nokkrum manni á óvart. Það sem kemur hins vegar á óvart er hvernig ríkisvaldið sjálft hagar sér í þessu þensluástandi. Af hverju sker ríkið ekki niður ríkisútgjöld við þessar aðstæður í meira mæli en gert er? Af hverju er ýmsum stórframkvæmdum ekki slegið á frest á meðan þyngstu áhrifin af stóriðjuframkvæmdunum eystra eru að koma fram? Og af hverju í ósköpunum frestar ríkisvaldið ekki áformum um skatta- lækkanir við þessar aðstæður? Það er vissu- lega athyglisvert að Landsbankastjórinn skyldi segja það hreint út á LÍÚ-fundinum að ríkisstjórnin ætti að slá fyrirhuguðum skattalækkunum á frest. Þar hefur hann rétt fyrir sér. Við þessar aðstæður hlýtur ríkis- valdið að eiga að draga úr þensluáhrifum og neyslufylleríi landsmanna eins og kostur er, en ekki ýta undir það. Ég heyrði að forsætis- ráðherra sagði í fjölmiðlum ekki alls fyrir löngu að það vitlausasta sem menn gerðu í þessari stöðu væri að slá skattalækkunum á frest. Af hverju? Forsætisráðherra útskýrði það ekki frekar. Sjávarútvegurinn gerir sér vel grein fyrir því að á meðan stóriðjuframkvæmdir eystra standa yfir verður mikill þrýstingur á geng- ið. Þess vegna gera menn sér grein fyrir því að staðan verður erfið á næstu misserum. Hins vegar verður að gera þá kröfu til ríkis- valdsins að það taki þær ákvarðanir við þess- ar aðstæður sem ýta ekki undir þenslu og aukna neyslu almennings. Þvert á móti þarf að spyrna við fótum. Óskar Þór Halldórsson, ritstjóri Hver eru áhrif loðnutrolla? Gríðarlega stór loðnutroll eru dregin af aflmiklum loðnubátum fram og til baka um loðnumiðin. Það getur eng- inn fullyrt um hver áhrif þessi veiðað- ferð hefur á lífríkið. Fiskveiðarnar verður að stunda á sjálfbærum grunni. Veiðiráðgjöfin á að byggja á heildstæð- um rannsóknum á lífríki hafsins og innra samspili lífveranna í hafinu og þá ekki síst áhrifum mismunandi veið- arfæra. Það sjá allir áhrif jökulánna þar sem þær falla til sjávar, gríðarlegur framburður þeirra leirlitar sjóinn langt á haf út og hefur gert um þúsundir ára. Geta menn vænst þess eða fullyrt að það hafi engin áhrif á lífríki sjávar- ins meðfram ströndinni að stífla jökul- árnar og hefta framburð þeirra og flóð? (Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri-Grænna í pistli á bb.is) Aflaheimildir sem eign Þegar öllu er á botninn hvolft og í raun ræður það kannski ekki úrslitum um hvaða skerðingar eru heimilar hvort aflaheimildir sem slíkar teljist eign eða hvort þær njóti verndar sem hluti af stærri heild, þ.e. atvinnurétti. Það er aftur á móti skoðun mín að sú niðurstaða að telja aflaheimildir út af fyrir sig sem eign í skilningi 72. gr. stj.skr. samræmist réttarstöðu þeirri sem er fyrir hendi í dag og með því sé réttaróvissu eytt. Jafnframt eru þar komnar skýrari viðmiðanir sem ráða því með hvaða hætti aflaheimildir verði skertar. Það er síðan sérstakt úr- lausnarefni í hverju tilviki hvort skerð- ingar á eignarrétti þessum feli í sér al- mennar takmarkanir eignarréttar eða eignarsviptingu. (Dr. juris Guðrún Gauksdóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík og formaður Rannsóknastofnunar á aðalfundi LÍÚ) Ekki eignarréttur heldur nýtingarréttur Ég tel mikilvægan lið í sáttinni að út- gerðarmenn hætti að tala um eigna- réttindi á kvótanum og viðurkenni að um nýtingarrétt sé að ræða sem, eins og fyrr segir, nýtur verndar sem óbein eignaréttindi. Ég tel líka mikilvægan lið í sáttinni að menn hætti að deila um það sem gerðist árið 1984 og hvernig kvótan- um var þá úthlutað. Þessari fyrstu úthlutun verður ekki breytt, margir sem þá fengu kvóta eru búnir að selja sig út úr greininni, aðrir hafa keypt mikinn kvóta háu verði og deilur um tap og gróða sem myndaðist fyrir 20 árum hefur litla þýðingu nema sem sagnfræðilegt viðfangsefni. Eftir stendur þá óleyst hvort og þá hvernig útgerðin eigi að greiða fyrir afnotaréttinn af auðlindinni. Sú deila verður ekki leyst nema í tengslum við greiðslur fyrir afnot ann- arra auðlinda sem skilgreindar eru sem þjóðareign, ríkiseign eða í þjóðarumsjá s.s. fallvötn, fjarskiptarásir, jarðhiti í þjóðlendum og auðlindir á eða undir sjávarbotni. (Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar á aðalfundi LÍÚ). U M M Æ L I Hvert liggur leiðin? aegir9sept2005 7.11.2005 18:18 Page 6

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.