Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2005, Blaðsíða 16

Ægir - 01.09.2005, Blaðsíða 16
16 F E R J U S I G L I N G A R Á dögunum var haldin í Reykjavík ráðstefnan Höfuðborg við heimsins höf. Kjartan var þar meðal frummælenda, en undirtit- ill og umfjöllunarefni var sú áleitna spurning hvort ferjusigl- ingar til og frá Reykjavík séu raunhæfur kostur. „Ég hef oft ver- ið spurður hvort stjórnvöld gætu lagt lóð á vogarskálar þess að ferjusiglingar hingað frá megin- landi Evrópu gætu orðið. Ég hef ætíð svarað því til, að ekki sé rétt að skattfé sé lagt í slíkan rekstur. En ef einkaaðilar hafa áhuga á því að hefja slíkar siglingar er auðvit- að hlutverk hafnaryfirvalda að tryggja góða aðstöðu og styðja þannig við framtakið, eftir því sem hægt er,“ sagði Kjartan í er- indi sínu á ráðstefnunni. Farþegafjöldinn tvöfaldast Langt fram eftir síðustu öld voru siglingar tenging Íslands við um- heiminn. Smám saman leystu flugvélar skipin af hólmi og - enda varð þá bæði ódýrara og fljótlegra að fljúga en ferðast með Gullfossi. Fólk sem valdi kaus skipið, gerði það á þeirri forsendu að það væri að fara í lystisiglingu og kynnast þeirri rómantík sem slíku fylgir - eða vegna flug- hræðslu. Gullfossi var lagt 1972. Eftir það hafa farþegasiglingar héðan til annara landa ekki verið aðrar en Norræna, sem hefur siglt til Seyðisfjarðar frá 1975. Kjartan Magnússon lagði í apr- íl sl. fram tillögu í stjórn Faxa- flóahafna um að hafnarstjóra yrði falið að kanna kosti þess að Reykjavíkurhöfn yrðu að nýju ákjósanlegur viðkomustaður reglubundinna farþegasiglinga. Reyndust niðurstöður þessarar út- tektar jákvæðar yrði næsta skerf að kynna Reykjavík erlendis sem valkost í þessu samband. Tillagan var samþykkt samhljóða. Í greinargerð er bent á að ferju- siglingar hafi aukist mikið í seinni tíð, eða að jafnaði um 10% á ári. Hafi fjöldi skemmtiferða- skipa og farþega sem um Reykja- víkurhöfn fer tvöfaldast nú á fimmtán árum. Kanna þurfi hvar og hvernig ákjósanlegast sé að taka á móti ferjum - og í greinar- gerðinni er Skafabakki við Sunda- höfn sérstaklega nefndur. Þar sé mikið aðdýpi og nóg landrými við bakka. Með samrekstri hafna við Faxaflóa opnist einnig nýir möguleikar sem vert sé að skoða, svo sem á Grundartanga. Þurfum góðan undirbúning Lykilspurningin varðandi ferju- siglingar til og frá landinu er svo, hvort slíkur rekstur geti borið sig. „Ég sé fyrir mér að slíkar siglingar yrðu að vera vandlega undirbúnar og að á bak við þær þyrfti helst að standa fjársterkur aðili, einn eða fleiri. Þar sem um áhættufyrirtæki væri að ræða er ekki víst að það væri fýsilegt að fara út í kaup á skipi og hefja stórtækan rekstur með tugum starfsmanna. Sennilega væri að mörgu leyti betra að ná samning- um við erlent fyrirtæki um að hefja siglingar á þessari leið,“ sagði Kjartan Magnússon á ráð- stefnunni. „Í skiparekstri skiptir þekking miklu máli og hún er ekki til staðar í ríkum mæli hérlendis Myndir og texti: Sigurður Bogi Sævarsson. Mikill vöxtur í skemmtisiglingum og nú er rétti tíminn til að skoða frekari eflingu þeirra, að mati Kjartans Magnússonar borgarfulltrúa: Ferjan er ekki bara fátæka mannsins fley „Ég er einn þeirra fjölmörgu sem finnst vanta fastar ferjusiglingar til Reykjavíkur. Mér þætti skemmtilegt að geta siglt til Evrópu og tekið bílinn með. Frá því ég var kjörinn borgarfull- trúi hef ég reglulega heyrt frá fólki sem hefur átt þá heitu ósk sameiginlega að farþegasigling- ar hæfust á ný til Reykjavíkur,“ segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfsstæðisflokks. Við Reykjavíkurhöfn. „Við vitum að margir útlendingar víla ekki fyrir sér að taka skip til Íslands, það sýnir reynslan. Líklegt er að ný ferja myndi stækka markaðinn verulega, ekki síst ef hún færi aðra leið en Norræna gerir nú,“ segir Kjartan Magnússon. aegir9sept2005 7.11.2005 18:18 Page 16

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.