Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2005, Blaðsíða 37

Ægir - 01.09.2005, Blaðsíða 37
37 R Á Ð S T E F N A S Ó K N A R Minnkið sóknina í þorskinn - eru skilaboð vísindamanna Hafró - fjörlegar pallborðsumræður á ráðstefnu Sóknar Hafró verði áfram í Reykjavík Elínbjörg Magnúsdóttir: „Mér finnst mjög ánægjulegt að heyra af tengingu Háskólans á Akureyri við sjávarútveginn og að menntakerfið sýni þennan áhuga á greininni. Það er nálgun sem við sem störfum í sjávarútvegin- um höfum ekki orðið mikið vör við. Hér hefur verið rætt um hvort ætti að flytja starfsemi stofnana út á land þar sem hér væri mikil fiskvinnsla. Sjálf er ég lands- byggðarmanneskja að upplagi, en nýlega flutt til Reykjavíkur, og vil minna á að í Reykjavík eru á milli tuttugu og þrjátíu fisk- vinnslufyrirtæki, misjafnlega stór, fyrir utan allar útgerðirnar sem þar eru. Ég tel því að það fari ágætlega um Hafró í Reykjavík og tel að hún ætti að vera þar áfram. Það var gerð hér mikil skýrsla um aukin verðmæti sjávarfangs og stofnaður sjóður til ýmissa góðra verka. Í þeirri skýrslu var rætt um að auka veiðarfærarann- sóknir, bæta meðferð afla og styrkja undirstöður greinarinnar. Veiðiheimildir hafa verið nánast látlaust skertar í um tuttugu ár. En þessar skerðingar hafa orðið til þess að menn hafa verið að gera betur en áður. Meira verðmæti hefur verið gert úr fiskinum og menn hafa verið að breyta sinni fiskvinnslu til þess að fá sem mest verðmæti út úr hráefninu. Auð- vitað hefur þetta líka þýtt það að fiskvinnsluhúsum hefur fækkað og fólki hefur jafnframt fækkað í greininni. En verðmætin eru margfalt meiri úr hverju tonni en áður. Eftirlitskerfið á Íslandi er kapituli út af fyrir sig. Ef ég ætl- aði að selja samloku þyrfti ég að fá á milli tuttugu og þrjátíu leyfi frá viðkomandi eftirlitsaðilum, en Að loknum framsöguerindum á ráðstefnu Sóknar um hafrannsóknir hófust fjörlegar pallborðsumræður. Við pallborðið sátu Elínbjörg Magn- úsdóttir, sérhæfður fiskvinnslumaður hjá HB-Granda í Reykjavík, Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður, Einar Oddur Kristjánsson, alþingismað- ur, og Örvar Már Marteinsson, smábátasjómaður á Snæfellsnesi og stjórnarmaður í Sókn. Margt athyglisvert kom fram í pallborðinu og er hér á eftir vitnað til margs af því sem þátttakendur í pallborði ræddu. Einnig tóku fundarmenn þátt í umræðunum, m.a. Jóhann Sigurjóns- son, forstjóri Hafró, og Björn Ævarr Steinarsson, sviðsstjóri veiðiráðgjaf- arsviðs Hafró. „Við höfum ekki svör við því af hverju hefur ekki tekist að byggja upp þorskstofninn eftir tuttugu ára tilraun,“ segir Kristinn H. Gunnarsson. Þessi mynd var tekin um borð í Kleifabergi ÓF. Mynd: Björn Valur Gíslason. aegir9sept2005 7.11.2005 18:18 Page 37

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.