Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2005, Blaðsíða 40

Ægir - 01.09.2005, Blaðsíða 40
40 R Á Ð S T E F N A S Ó K N A R ég að enn sé mikill eldur í því máli. Hann gaus upp fyrir síðustu kosningar og hann mun gjósa aft- ur upp fyrir næstu kosningar ef menn fara ekki að ráðast að rót vandans og gera nauðsynlegar breytingar á kerfinu.“ Færum peninga frá Fiskistofu til Hafró! Einar Oddur Kristjánsson: „Við erum með fjölskipað stjórn- vald á Íslandi og það er samið um ein rammafjárlög. Hinir sjálf- stæðu ráðherrar, sem lifa sínu lífi, semja um hversu mikla peninga þeir fá. Ef horft er á þá fjármuni sem koma í hlut sjávarútvegs- ráðuneytisins í því fjárlagafrum- varpi sem lagt var fram í haust, þá fullyrði ég að það hefur nóga peninga. Jóhann Sigurjónsson segist þurfa um 250 milljónir til þess að hafa eðlilegt úthald á rannsóknaskipin. Ég skal segja honum hvar þeir peningar eru. Þeir eru alveg við hliðina á hon- um, á sömu blaðsíðunni í fjár- lagafrumvarpinu! Ég held að það sé mikil þörf á því að hagsmunaaðilar í sjávarút- vegi, hvort sem það eru Lands- samband smábátaeigenda, LÍÚ eða Samtök fiskvinnslustöðva, fari nú að skoða hvernig er farið með þessa peninga. Við einkavæddum einu sinni eftirlitið. Það dugaði skammt því eftirlitið með eftirlitinu varð stærra nokkrum árum seinna. Með það sitjum við uppi í dag. Skoðið þið Fiskistofu og alla þá peninga sem þar eru. Ég held að það sé mikil þörf á því að koma peningum frá Fiskistofu yfir til Hafrannsóknastofnunar. Það vant- ar nefnilega ekki peningana, það er bara spurningin hvað er gert við þá. Ég er klár á því að það myndi skila gríðarlegum árangri ef Hafró hefði meiri peninga. Í mínum huga hlýtur það að skipta höfuðmáli gagnvart rann- sóknum á þessum höfuðatvinnu- vegi okkar Íslendinga til allrar framtíðar, að vísindin séu í þeim farvegi að frjáls skoðanaskipti séu á milli óháðra vísindamanna. Það hefur alla tíð verið hreyfiafl vís- indanna.“ Þarf fleiri aðila til að stunda rannsóknir Örvar Már Marteinsson: „Ég er mjög sammála varúðar- sjónarmiðum varðandi loðnuveið- ar. Það virkar þannig á mig sem sjómann og leikmann í þessum fræðum að það sé ansi handahófs- kennt hversu mikið er veitt af loðnunni. Það hefur oft verið þannig að þegar loðnan er komin að Reykjanesi og kvótinn er bú- inn, er skyndilega bætt við hann. Þetta virðist manni vera mjög undarlegt. Kannski eru á þessu fræðilegar skýringar, en þær koma ekki fram í fréttunum. Það er vissulega vaxandi krafa um gæði rannsókna. Ég tel að svar við þeirri kröfu sé samkeppni á markaði upplýsinganna. Það er nú þannig að þegar koma fréttir um ofmat og uppfærslur aftur í tímann, þá finnst manni það vera eitthvað svipað og að hafa keypt gallaða vöru úti í búð. En málið er bara að á meðan það er aðeins ein stofnun sem stjórnvöld kaupa upplýsingarnar af, þá getur mað- ur ekki skipt. En við verðum að hlusta og taka mark á einhverju og sjómenn verða að taka mark á Hafró vegna þess að hún er eina stofnunin sem stundar þessar rannsóknir. Það hlýtur að skapa aðhald að fá fleiri aðila til að stunda rannsóknirnar. Menn verða að hafa í huga að við erum ennþá að veiða þorsk, hann er ekki hruninn. Ég tel að það megi m.a. þakka fiskveiði- stjórnunarkerfinu. Ég sá að menn hristu hausinn þegar talað var um að kvótakerfið hefði ekki leitt menn út í að veiða stærsta og verðmætasta fiskinn. Auðvitað hefur það gert það. Það á að gera það. Það á að stuðla að því að menn nái sem mestum verðmæt- um út úr þessu. Við náum því náttúrlega eingöngu með því að halda áfram að veiða, ekki með því að veiða allan fiskinn í dag eða á morgun og hætta svo.“ Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður: Við einkavæddum einu sinni eftirlitið. Það dugaði skammt því eftirlitið með eftirlitinu varð stærra nokkrum árum seinna. Með það sitjum við uppi í dag. Skoðið þið Fiskistofu og alla þá peninga sem þar eru. Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA, og Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða. Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri Fiskifélags Íslands, fylgist með umræðum. aegir9sept2005 7.11.2005 18:18 Page 40

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.