Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2005, Blaðsíða 13

Ægir - 01.09.2005, Blaðsíða 13
13 skuldadögum.“ Björgólfur sagði að einhverjum kynni að finnast þessi orð sín óábyrg. „Ef til vill eru þar innanum þeir sömu og spáðu því í mars síðastliðnum að meðalgengisvísitala þessa árs yrði 119,4. Á þeim tíma var gengis- vítitalan 110 og hún þyrfti að vera nálægt 130 í dag til þess að spádómur þeirra rættist en ekki 102 eins og hún var við lokun markaða í gær. Þeir sem sjóinn sækja vita að stundum þarf að taka sjálfstýringuna af og hand- stýra í gegnum öldurótið. Reikni- líkön virka nefnilega áfram þótt allt sé komið í strand. Ekki er nægjanlegt að Seðlabankinn komi einn að málum. Ríkisstjórnin verður einnig að koma að málum. En til hvaða aðgerða getur ríkis- stjórnin gripið nú þegar? Kostir í stöðunni eru nokkrir. Mikilvægt er að ákvörðun verði tekin nú þegar um aukin kaup á gjaldeyri og ætti að nota til þess allt sölu- andvirði Símans og meira til. Einnig er brýnt að breyta strax reglum Íbúðalánasjóðs varðandi vexti og lánshlutföll. Bankarnir eru þegar farnir að lækka þessi hlutföll og er það vel. Þessar að- gerðir munu draga úr þenslunni.“ Líklegt að olíuverð verði áfram hátt Björgólfur sagði að auk hins háa gengis krónunnar og því sem það hafi leitt af sér hafi hátt olíuverð komið afar illa við sjávarútveginn að undanförnuu. „Olíuverð hefur nær tvöfaldast á síðustu tveimur árum. Verð á gasolíu á Rotter- dammarkaði er nú um 600 doll- arar á tonnið. Ýmsar ástæður liggja að baki þessum hækkun- um, sem við höfum lítið um að segja eða áhrif á.. Ekki eru nein teikn á lofti um að olíuverð breytist mikið á næstu misserum. Því er mikilvægt að útvegsmenn undirbúi sig undir að olíverð verði áfram hátt,“ sagði Björgólf- ur og bætti við: „Mér finnst rétt að minnast á það hve sjávarút- vegsfyrirtæki hafa staðið sig vel við þessar aðstæður undanfarna mánuði, sem er ekki síst traustu og öflugu starfsfólki fyrirtækj- anna að þakka. Hins vegar verður að rýna í rekstrartölur fyrirtækja sem birtar hafa verið fyrir fyrri helming ársins. Ljóst er að þær hagnaðartölur byggja, hjá mörg- um þeirra, á hagnaði af sölu eigna og gengismun af langtímalánum. Rekstrarhagnaður þeirra hefur yf- irleitt minnkað mikið bæði í krónutölu og sem hlutfall af rekstrartekjum frá miðju ári vegna styrkingar krónunnar. Við slíkar rekstraraðstæður er mikil- vægt að eiginfjárstaða fyrirtækja sé sterk og þannig er um flest sjávarútvegsfyrirtækin í dag. Þá stöðu má ekki síst rekja til þess umhverfis sem fyrirtækin hafa búið við sérstaklega hvað varðar fiskveiðistjórnunina. Styrkurinn væri meiri ef leikreglur þess hefðu ekki verið brotnar undan- farin ár. Ég tel mikilvægt að hafa þetta í huga. Þá hefur afurðaverð á erlendum mörkuðum hækkað umtalsvert á árinu sem hefur lag- að rekstrarstöðuna.“ Gengið stenst ekki til lengdar Einar Kristinn Guðfinnsson, sjáv- arútvegsráðherra, sagði í ræðu sinni á aðalfundi LÍÚ, að enginn vafi væri á því að alvarlegasta ógnin við stöðugleikann í sjávar- útveginum um þessar mundir væri sterk staða krónunnar. „Það er öllum ljóst sem um þetta mál hugsa, að þetta háa raungengi stenst ekki til lengdar. Þetta get- ur ekki verið annað en skamm- tíma ástand og einungis spurning um hversu lengi það varir. Hið háa raungengi hefur nú þegar haft mjög alvarlegar afleiðingar. Það hefur orðið gríðarlegt tekjufall í sjávarútveginum, fyrirtæki hafa lokast, framundan eru frekari lok- anir og ég óttast að við höfum ekki enn séð fyrir endann á upp- sögnum í sjávarútvegi og öðrum útflutnings- og samkeppnisgrein- um. Fólk út um allt land er að missa vinnu sína í sjávarútvegi. Þetta segir þó ekki alla söguna. Hin mikla þensla á ýmsum svið- um efnahagslífs okkar, hækkandi tekjur vegna launaskriðs þenslu- greinanna og annað þar að lútandi hefur þegar sogað vinnuafl úr sjávarútveginum. Ég heyri það frá mönnum í útgerð og fiskvinnslu að áhyggjuefni þeirra er m.a. það að góðir starfsmenn hverfi í önnur störf.“ Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbanka Íslands, og Jón Sigurðsson, seðlabankastjóri.Magnús Kristinsson, útvegsmaður í Eyj- um. aegir9sept2005 7.11.2005 18:18 Page 13

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.