Ægir

Volume

Ægir - 01.09.2005, Page 31

Ægir - 01.09.2005, Page 31
31 T Æ K N I geiranum, en margar stórar kjöt- vinnslur eru að nota mikið af ker- um. Þórir telur því engan vafa á því að sóknartækifærin séu mörg og víða. Framleiðsla og vöruþróun 3X- Stáls er staðsett á Ísafirði og þar segir Þórir að mikið hafi verið að gera á þessu ári. Íslenski markað- urinn hafi tekið mjög vel við sér á undanförnum misserum og kara- lausnirnar séu komnar víða inn í íslensk fiskvinnslufyrirtæki. „Við erum líka farnir að selja þessar lausnir á erlendum mörkuðum - t.d. í Noregi, Þýskalandi og í Bretlandi. Við gerum okkur grein fyrir því að íslenski markaðurinn er takmarkaður og því er mikil- vægt að leggja mikla áherslu á markaðsstarf með það í huga að þungi sölunnar færist smám sam- an á önnur markaðssvæði.“ 3X-Stál er með dótturfyrirtæki í Kanada og þar hefur ýmislegt áhugavert verið á döfinni. Nýlega var afhent ný og fullkomin vinnslulína fyrir lifandi humar í Kanada og einnig er unnið að ýmsum öðrum spennandi verk- efnum þar. Þátttaka í sýningum 3X-Stál hefur tekið þátt í stórum alþjóðlegum sýningum til þess að kynna framleiðsluvörur sínar. Skemmst er að minnast þess að fyrirtækið var með bás á Íslensku sjávarútvegssýningunni í byrjun september og fyrr á árinu var 3X með bás á annars vegar Boston Seafood og hins vegar hinni ár- legu sýningu í Brussel. „Hingað til höfum við verið að kynna okk- ur fyrst og fremst á sjávarútvegs- sýningum, en ég reikna með að á næsta ári munum við einnig kynna okkur á stórum matvæla- sýningum og undirstrika þannig að okkar lausnir eru ekkert síður fyrir kjötvinnslur. Ég reikna fast- lega með að við tökum þátt á Brusselsýningunni í vor, en einnig erum við að skoða þátt- töku í matvælasýningum í Evr- ópu. „Þátttaka í sýningum er ekki sjálfgefin og almennt má segja að menn velti vöngum yfir því varð- andi hverja sýningu hvar líkur séu á að menn fái sem mest fyrir peninginn. Þó svo að sýningar séu að mörgu leyti góðar til þess að koma sér á framfæri og kynna vörur, þá er það mín reynsla að það sem ber hvað mestan árangur er að hafa menn á ferðinni og hitta viðskiptavininn augliti til auglitis og reyna þannig að kynn- ast hans þörfum. Persónuleg tengsl við viðskiptavininn eru mjög mikilvæg eru alltaf árang- ursríkust þegar upp er staðið,“ segir Þórir. Þrengir að í breskum sjávarútvegi „Það er alveg ljóst að sjávarútveg- ur hér í Bretlandi á undir högg að sækja. Hér eru útgerðir enn að glíma við samdrátt í aflaheimild- um í bolfiski og því treysta fisk- markaðir í auknum mæli á fisk annars staðar frá - t.d. frá Íslandi og Færeyjum. Talsverða aukningu má sjá á útflutningi á fiski frá Ís- landi til Bretlands milli ára og er ein skýring sú að hér er minna veitt en áður en markaður fyrir ferskan fisk er mikill hér. Það hefur átt sér stað töluverð samþjöppun í sjávarútvegi í Bret- landi undanfarin ár. Fiskvinnslu- stöðvum hefur verið lokað og þær sameinaðar öðrum. Ljósið í myrkrinu eru uppsjávarveiðarnar, sem virðast ganga þokkalega. Í helstu sjávarútvegsplássunum á austurströnd Skotlands sér maður stór og glæsileg uppsjávarveiði- skip og útgerðir þessara skipa virðast vera að gera það nokkuð gott. Þessi skip veiða makríl, síld, kolmunna og aðrar tegundir sem okkar uppsjávarveiðiskip eru einnig að veiða. Þetta eru vinnsluskip í líkingu við okkar stærstu fjölveiðiskip og einnig eru nokkur þeirra útbúin með kælilestar, sem landa reglulega afla sínum yfir í tankbíla sem flytja hann síðan til vinnslu í Bretlandi og í sumum tilfellum niður til landa á meginlandi Evr- ópu,“ segir Þórir Matthíasson. Þórir Matthíasson: „Við höfum fyrst og fremst verið að kynna þessar tæknilausnir fyrir fyrirtækjum sem nota mikið af kerum. Búnaðurinn frá 3X-Stáli er alls ekki einskorðaður við fiskvinnslu og hann er heldur ekki einskorðaður við einöngruð ker, allskyns ker geta þar komið til greina.“ aegir9sept2005 7.11.2005 18:18 Page 31

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.