Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2005, Blaðsíða 32

Ægir - 01.09.2005, Blaðsíða 32
32 R Á Ð S T E F N A S Ó K N A R Hvað er að gerast varðandi loðnuna? „Samfélagið gerir í dag kröfu til þess að veiðar séu sjálfbærar, að við umgöngumst náttúruna vel,“ sagði Jóhann. „Vistfræðileg nálg- un við stjórn fiskveiða, þar sem við tökum tillit til umhverfisins og áhrifa veiða á fiskistofnana, er nokkuð sem menn ræða mikið um í dag. Við erum að gera þetta á margan hátt eins og við stund- um okkar fiskveiðar í dag. Við skulum hafa það hugfast að okkar sjávarútvegur er í býsna þokka- legu ástandi miðað við það sem gerist víða í heiminum. Vist- fræðileg nálgun við stjórn fisk- veiða krefst hins vegar mikillar þekkingar og kallar á mun meiri rannsóknir heldur en við höfum viljað sætta okkur við á undan- förnum árum. Við þurfum að gera stórátak í vistfræðirannsóknum. Hvað er að gerast varðandi loðnuna? Loðnan er burðarás vistkerfisins í sjónum - þorskurinn lifir á loðnunni, hvalirnir sömuleiðis og fuglarnir og flestir af okkar nytjastofnum. Við höfum ekki svarið við því hvað er að í raun að gerast með loðnuna vegna þess að við höfum ekki náð að einhenda okkur í það stóra verkefni að skoða vistfræði- legar breytingar sem hafa orðið á undanförnum árum og eiga sér stað þessa dagana.“ Kortlagning Íslandsmiða er afar mikilvægt verkefni „Við höfum lagt nokkra áherslu á veiðarfærarannsóknir. Á haust- dögum vorum við í leiðangri með okkar nýja myndavélabúnað, sem sýnir okkur fram á að réttar með- aflaskiljur í kolmunnaveiðum minnka meðafla í bolfiski úr 4% í 0,1%. Við þurfum líka að þróa nýjar veiðiaðferðir. Í Arnarfirði höfum við verið að vinna að skemmtileg- um tilraunum sem miða að því að veiða fisk með öðrum hætti held- ur en við höfum verið að gera með það að leiðarljósi að fiskur- inn haldist ferskur o.s.frv. Síðan erum við að vinna að því mikilvæga verkefni að kortleggja Íslandsmið. Umræðan um að banna togveiðar o.s.frv. er orðin nokkuð áberandi í heiminum og sú umræða byggir á ákaflega lít- illi þekkingu. Ég tel að það sé eitt af forgangsmálum okkar að kortleggja hafsbotninn og bú- svæðin og fara út í skipulega og skynsamlega verndun á ákveðn- um svæðum á landgrunninu. Það skiptir okkur miklu máli að vita hvernig botninn er því við viljum umgangast hafsvæðin með vist- vænum hætti. Við þurfum að vita hvað er á botninum þannig að við getum sagt að við séum að nýta hafsvæðið á skynsamlegan hátt. Þess vegna er að mínu mati grundvallaratriði að ljúka kort- lagningu landgrunnsins. Nú þeg- ar erum við búnir að gera tillögu um friðun á þremur kórallasvæð- um við suðurströndina. Með fjöl- geislamælinum um borð í Árna Friðrikssyni höfum við sett okkur það mark að ljúka „lýsingu Ís- lands“, sem ég kalla svo, eða kort- lagningu Íslandsmiða á næstu tíu árum. Þetta er vissulega stórt verkefni, en það er gríðarlega mikilvægt til þess að við getum staðið okkur í þessari umræðu á komandi árum. Við megum ekki missa sjónar á því að hafið er matarkistan okkar til framtíðar og við þurfum því að passa það sérstaklega vel. Við þurfum aukið fjármagn og erum stöðugt að bæta nýtingu fjármun- anna. Við erum alltaf að hugsa með okkur hvort við séum að gera rétt eða hvort við getum nýtt fjármunina með hagkvæmari hætti. Við þurfum menntað og kraftmikið fólk, m.a. hefur Haf- rannsóknastofnunin stutt 5-10 nema á ári til náms hér á landi eða erlendis. Almennt vil ég segja að það skiptir miklu máli að menn geri sér grein fyrir því að það þarf að verja meiri fjármunum til fiski- rannsókna í framtíðinni til þess að ná utan um þetta verkefni,“ segir Jóhann Sigurjónsson. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar: Þurfum að gera stórátak í vistfræðirannsóknum Á ráðstefnu sem Sókn - hugveita í þágu sjávar- útvegs - hélt á Akureyri þann 8. október sl. um hafrannsóknir við Ísland sagði Jóhann Sigur- jónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, m.a. að hann teldi að markmiðið hlyti að vera að auka veiðar á þorski við Ísland, en til þess að það væri mögulegt þyrftu menn í alvöru að taka á málunum og fara að takmarka sóknina í þorskinn. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunarinnar. aegir9sept2005 7.11.2005 18:18 Page 32

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.