Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2005, Blaðsíða 41

Ægir - 01.09.2005, Blaðsíða 41
41 R Á Ð S T E F N A S Ó K N A R Við erum ekki í „vakúmi“ Jóhann Sigurjónsson: „Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að fiskistofn býr við ákveðin umhverfisskilyrði sem skapar honum þá stofnstærð sem kerfið ber fyrir þennan tiltekna fiskistofn. Á stuttum tímaskala getum við reiknað með að þetta sé stöðugt kerfi og við getum stýrt okkar athöfnum innan þessa vistfræðilega ramma á hverjum tíma. Hins vegar er það svo að það eru langtímabreytingar í gangi og það þekkjum við mæta- vel frá síðustu öld. Frá 1920 til 1965 var hlýindaskeið og síðan tóku við hafísárin og kerfið var mjög breytt til 1972 - allt önnur skilyrði en á fyrri hluta aldarinn- ar. Frá 1972 til aldamóta voru breytileg skilyrði, en frá aldamót- um eru ákveðin hlýviðrisein- kenni. Þegar upp er staðið er það náttúruna sem skapar okkur rammann. Ef hann breytist stór- kostlega koma áhrifin fram á af- rakstursgetu fiskistofnanna. Það er ekki spurning í mínum huga að það eru náttúruleg skilyrði sem hafa afgerandi áhrif varðandi ýsuna, það er ekki það að við veiddum 8% umfram ráðgjöf. Náttúruleg skilyrði fyrir ýsu hafa gjörbreyst, enda er ýsa komin á norðurmið í miklum mæli. Þorskstofninn hefur verið of- veiddur á hverju ári um áratuga skeið og það hefur leitt til þess að stóri fiskurinn er aðeins 1-3% af þorskstofninum en hlutfallið var 16-18% á árunum 1980-1985. Þetta er alvara málsins. Það er búið hægt og sígandi að breyta aldurssamsetningu í stofninum um áratuga skeið. Varðandi loðnuna ætla ég ekki að halda því fram að fjögur hund- ruð þúsund tonna markið hafi verið hárnákvæmt og vísindalega ákvarðað á sínum tíma vegna þess að þar var litið til stýringar á loðnuveiðum í Barentshafi og menn horfðu eitthvað á reynsluna þar og töldu ákveðna skynsemi í því að skilja eitthvað eftir til hrygningar og talan var fengin með einhverjum grófum saman- burði þarna á milli. Nú held ég að í raun og veru hafi þessi aðferð tekist nokkuð vel með tilliti til loðnustofnsins, en ég er fyrstur manna til að taka undir það að við eigum að spyrja okkur varð- andi nýtingu loðnustofnsins. Þetta eigum við að rannsaka og reyndar erum við með sérstakt rannsóknaverkefni um þetta í gangi. Varðandi umræðu um það und- ir hvaða ráðuneyti Hafrannsókna- stofnun heyrir, þá vil ég að menn geri sér grein fyrir því að dagleg tengsl Hafrannsóknastofnunar- innar og sjávarútvegsráðuneytis- ins eru vinsamleg, en ákaflega lít- il í raun og veru. Sjálfstæði Haf- rannsóknastofnunarinnar er alveg ótrúlega mikið, vegna þess að á okkar stofnun er fjöldi sérfræð- inga sem gera siðferðilegar kröfur til sjálf síns. Þetta er fagfólk sem leggur metnað sinn í að vinna af samviskusemi og eftir faglegum aðferðum, en ekki eftir pólitík eða ákvörðun stjórnvalda. En auð- vitað erum við ekki í „vakúmi“, auðvitað erum við í samfélaginu og við verðum fyrir áhrifum eins og allir aðrir. Hins vegar held ég að við verðum að treysta á vís- indalegan metnað okkar fag- fólks.“ Hvernig á að verja stóra fiskinn? Kristinn H. Gunnarsson: „Sá spátími sem Hafrannsókna- stofnun treystir sér til að setja fram er ekki nema þrjú ár, vegna þess að það er svo mikil óvissa í öllum forsendum. Þetta segir okkur í hve erfiðu umhverfi vís- indamenn Hafró vinna. Varðandi loðnuna má segja sem svo að þessi fjögur hundruð þús- und tonn duga til þess að við- halda stofninum. En menn vita ekki hvað menn hefðu fengið upp úr sjónum af þorskinum ef þessi loðna hefði ekki verið veidd og hvort þau verðmæti væru meiri en loðnan. Það er það sem mér finnst að fiskifræðingarnir þurfi að vita. Ég held að menn í at- vinnugreininni hafa áhrif. Þeir sem eiga loðnuskipin hafa áhrif innan LÍÚ og þeir hafa áhrif á Hafrannsóknastofnun. Ég held því fram að þessir aðilar hafi haft meiri áhrif en margir aðrir sér til gagns þannig að ákvarðanir varð- andi loðnuveiðar voru þeim þóknanlegar og hentuðu þeim vel en kannski öðrum síður. Miðað við að stóri þorskurinn sé 1-3% af stofninum, er verið að veiða 2-6.000 tonn á ári. Ég velti því þá fyrir mér hvort ekki sé mikilvægt til þess að hraða end- urnýjun stofnsins að verja þessa fáu stóru fiska fyrir veiði eins og kostur er. Kvótakerfið bersýnilega hvetur menn til þess að veiða stóra fiskinn, m.a. vegna þess að menn eru að leigja til sín kvóta á verði sem er svo hátt að það stendur engin veiði undir því nema veiði á mjög stórum fiski. Ég tel því að það vanti frá Haf- rannsóknastofnun tillögur um hvernig eigi að verja þessa stóru fiska. Að mínu mati verður að banna veiðar mun lengur en gert er á hrygningartímanum. Ég tel líka að það eigi að banna neta- veiðar í ríkari mæli en gert er. Og það þarf að beita öðrum möguleg- um leiðum til þess að draga úr veiði á þessum fáu stóru fiskum Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur LÍÚ, og Björn Ævarr Steinarsson, sviðsstjóri veiðiráðgjafarsviðs Hafró, fylgjast með umræðum. aegir9sept2005 7.11.2005 18:18 Page 41

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.