Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2005, Blaðsíða 29

Ægir - 01.09.2005, Blaðsíða 29
29 S M Á B Á TA Ú T G E R Ð segja greinilegt að kaupendur vilji helst fá enn stærri báta. Ástæðan er ekki síst aukin áhersla á línubeitingarvélar um borð og einnig eru menn farnir að setja ískrapavélar um borð. Gunnlaug- ur segist vera á færum yfir sumar- mánuðina, en á vorin er gert út á línu á steinbítinn og aftur á haustin á ýsuna. Handbeitt er í landi og útgerðin nýtur línuíviln- unar. „Hún skiptir umtalsverðu máli fyrir okkur,“ segir Gunn- laugur. Hann segir að vissulega sé það ákveðið vandamál með hand- beitinguna að tiltölulega fáir kunni að beita. Vel kunni að vera að vélvæðingin taki þetta yfir með tíð og tíma, en ákveðnir kostir séu við handbeitinguna, t.d. með að breyta án fyrirvara um beitu. Þarf að grisja þorskstofninn Á aðalfundi Eldingar í aðdrag- anda aðalfundar Landssambands smábátaeigenda var ályktað um að komið yrði á línuívilnun á all- ar krókaveiðar. Einnig var bent á nauðsyn þess að friða steinbítinn á hrygningartímanum, en Gunn- laugur segir að töluvert hafi borið á því að stærri bátar séu að veiða steinbítinn á þessum tíma. „Við leggjum líka mikla áherslu á auknir rannsóknir á lífríki sjávar og nauðsyn þess að sjálfstæðir að- ilar komi að þeim málum,“ segir Gunnlaugur og svarar aðspurður því til að hann treysti vísinda- mönnunum á Hafró ekki alltof vel. „Þegar við keyptum bátinn okkar árið 1999 gáfu Hafrómenn það út að þorskkvótinn yrði auk- inn og á því byggðum við okkar ákvarðanir. Síðan kemur allt ann- að á daginn. Á árunum 1995 til 1997 var mikið af þorski hérna fyrir vestan, en fiskifræðingarnir á Hafró vildu aldrei viðurkenna það, sögðu bara að hann þétti sig á ákveðnum stöðum og þannig virtist vera mikill þorskur. Ég var ekkert sammála því, það var ein- faldlega mikill þorskur hér þá, það var bara aldrei leyft að veiða hann. Hins vegar er ekki eins mikill þorskur núna, en mér finnst afleitt að ekki skuli vera leyft að veiða fiskinn þegar nóg ef af honum. Það má ætla að aðstæð- ur í sjónum hafi gert það að verk- um að þorskurinn hefur fært sig til og er til dæmis í auknum mæli fyrir norðan land.“ Gunnlaugur er í þeirri fylkingu sem vill veiða meira af þorskinum og þannig verði þorskstofninn grisjaður. „Þá myndi fiskurinn vaxa hraðar,“ segir hann og bætir við að hann hafi ekki á móti því að vernda stórþorskinn, eins og vísindamenn hafa sagt að sé nauð- synlegt til þess að þorskstofninn nái að eflast. „Ég hef ekki á móti þeim reglum sem gilda um neta- möskva á netavertíðinni. Smábát- arnir eru hins vegar ekki að veiða mikið af golþorski á línu. Ég er alfarið á móti smáfiskafriðun, ég held að hún sé tóm vitleysa.“ Ganga nálægt loðnustofninum Gunnlaugur segir að smábátasjó- menn séu almennt smeykir við að of nálægt loðnustofninum sé gengið og um leið sé þrengt veru- lega að fæðuöflun þorsksins. „Ég tel að Íslendingar verði að leggja í auknum mæli áherslu á að nýta uppsjávartegundirnar til mann- eldis og minnka um leið að moka þessum tegundum upp til bræðslu.“ Gunnlaugur segist telja að stjórnvöld ættu að huga að því að leyfa frjálsa sókn í sumar tegund- ir. Hann nefnir til dæmis kola, skötusel, sem fyrir nokkrum árum sást ekki fyrir vestan, en veiðist nú víða, og löngu og keilu. Áhyggjur af íbúaþróuninni Gunnlaugur segir því ekki að leyna að menn hafi miklar áhyggjur af íbúaþróuninni á Vest- fjörðum. Fólki sé alltaf að fækka, sem haldist að einhverju leyti í hendur við að minni fisk sé land- að en hér á árum áður. Erfiðleikar í rækjuiðnaði komi illa við Vest- firðinga eins og aðra og því sé mikilvægt að hlúa vel að smá- bátaútgerðinni. Gunnlaugur segir erfitt að átta sig á hvað framtíðin beri í skauti sér í útgerð smábáta fyrir vestan, en ætla megi að hún verði áfram blómleg. Þó sé lágt fiskverð áhyggjuefni og olíuverðið hafi líka verið að gera mönnum lífið leitt. Með búfræðingsmenntun Þrátt fyrir að Gunnlaugur hafi síðustu árin helgað sig smábáta- útgerðinni fyrir vestan er bak- grunnur hans í öðru. Hann fór nefnilega í Bændaskólann á Hól- um forðum daga og lauk þar bú- fræðingsprófi árið 1984. Bóndinn í Gunnlaugi náði þó aldrei lengra en að taka prófið á Hólum og mál æxluðust þannig að í stað þess að fara út í búskap fór hann á sjóinn. Reyndar bætti hann við sig þekk- ingu í tengslum við sjávarútveg- inn með því að fara í Fiskvinnslu- skólann í Hafnarfirði og útskrif- aðist þaðan árið 1989. Gunnlaugur Á. Finnbogason: „Ég hef ekki á móti þeim reglum sem gilda um neta- möskva á netavertíðinni. Smábátarnir eru hins vegar ekki að veiða mikið af golþorski á línu. Ég er alfarið á móti smáfiskafriðun, ég held að hún sé tóm vitleysa.“ Myndir: Sigurður Bogi Sævarsson. aegir9sept2005 7.11.2005 18:18 Page 29

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.