Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2005, Blaðsíða 28

Ægir - 01.09.2005, Blaðsíða 28
S M Á B Á TA Ú T G E R Ð Frá árinu 1991 hefur Gunn- laugur verið í smábátaútgerð, en hann er á Norðurljósi ÍS-3 við annan mann. Gunnlaugur gerir Norðurljós út í samstarfi við Finnboga Jónasson, föður sinn og tvo bræður, Grím og Jónas, en fjölskylduútgerðin heitir Kross- vík ehf. Jónas var hér áður fyrr með Gunnlaugi á sjónum, en nú starfar hann við Ísafjarðarhöfn. Finnbogi og Grímur starfa hins vegar við Harðfiskverkun Finn- boga J. Jónassonar. Hluti aflans af Norðurljósi, t.d. ýsan, fer til vinnslu í harðfiskverkuninni. Verkunin hefur verið starfrækt í mörg undanfarin ár, en þar er fyrst og fremst lögð áhersla á vinnslu á ýsu og steinbíti. Um 120 tonna kvóti Fyrir nokkrum árum fór Krossvík út í saltfiskverkun, en frá henni var horfið árið 2001 vegna mikils verðfalls á saltfiski og síðan hefur reksturinn snúist fyrst og fremst um útgerð á bátnum, sem er 9 tonn að stærð, smíðaður á Akra- nesi árið 1999 og lengdur árið 2003. „Við erum með um 120 tonna þorskígildistonna kvóta, en hann þyrfti að vera töluvert meiri, ef vel ætti að vera. Þegar við fórum út í að láta smíða þennan bát árið 1999 hafði Hafrannsóknastofnun- in gefið út að þorskstofninn væri á stöðugri uppleið. Annað kom hins vegar á daginn. Okkur veitti ekkert af helmingi meiri þorski til að veiða,“ segir Gunnlaugur, en þorskaflann leggur hann upp á markað, en sem fyrr segir fer ýsan, að undirmálinu frádregnu, til vinnslu í Harðfiskverkun Finnboga J. Jónassonar. Hefur dregið úr smábátaút- gerðinni á Ísafirði Gunnlaugur segir að hér á árum áður hafi smábátaútgerð á Ísafirði verið fremur veik, en það hafi ekki verið fyrr en fiskmarkaður kom til sögunnar sem hún tók að eflast. „Smábátaútgerðin hér hef- ur síðan aftur verið að dragast saman. Það hafði vissulega áhrif að það var settur kvóti á ýsuna og síðan hefur gengi krónunnar haft áhrif. Verðið á ýsunni hefur líka verið mjög lélegt og það hefur dregið máttinn úr mönnum. Ég hygg að aðeins fjórir stundi smá- bátaútgerð héðan frá Ísafirði allt árið.“ Gunnlaugur segir að ýsugengd- in vestra sé áberandi meiri nú en var hér á árum áður. Til dæmis nefndi hann að út af Horni og Straumnesi, sem áður voru gjöful þorskmið, sé nú vaðandi ýsa. Það er af sem áður var. Gunnlaugur segir að ekki þurfi að hafa um það mörg orð að í mörgum plássum á Vestfjörðum sé smábátaútgerðin lífæðin. Í því sambandi nefnir hann Bolungar- vík sérstaklega. Undirstaðan í mörgum pláss- um fyrir vestan Gunnlaugur kannast vel við um- ræðuna um að Vestfirðingar séu endalaust að klípa kvóta af öðr- um, en hann segist hreint ekki vera þessu sammála. Hann minnir á að smábátasjómenn komi með afla sinn að landi, en annað sé uppi á teningnum með meðaflann sem komi í flottroll stóru upp- sjávarveiðiskipanna. „Það er spurning hver er alæta á hverjum. Ég minni á að hér voru öflug frystihús sem byggðu að stærst- um hluta á þorski, en þau eru horfin. Eins er með úthlutun á grálúðu - henni er deilt út um allt land.“ Gunnlaugur segist ekki sjá annað en að smábátaútgerðin verði áfram undirstaðan í mörg- um byggðarlögum fyrir vestan. Hann nefnir í því sambandi Bol- ungarvík, Súgandafjörð og Tálknafjörð. Á færum og línu Þróunin í smábátaútgerðinni er greinilega sú að bátarnir eru að stækka. Algeng stærð nýrra báta er um 15 tonn og bátasmiðir 28 Spurning hver er alæta á hverjum - segir Gunnlaugur Á. Finnbogason, formaður smábátafélagsins Eldingar á norðanverðum Vestfjörðum Gunnlaugur Á. Finnbogason, smábátasjómað- ur á Ísafirði, tók á aðalfundi Eldingar - félags smábátasjómanna í Ísafjarðarsýslum - sem var haldinn undir lok september, við formennsku í félaginu, en áður var hann ritari stjórnar. Gunnlaugur er í Ægisspjalli. Gunnlaugur segir að íbúaþróunin á Vestfjörðum á umliðnum árum sé áhyggjuefni. Smábátaútgerðin sé mikilvægur þáttur í að viðhalda byggðinni og koma í veg fyrir enn frekari fækkun fólks í byggðarlögum fyrir vestan. Þessi mynd var tekin á Bíldu- dal. aegir9sept2005 7.11.2005 18:18 Page 28

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.