Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2007, Page 10

Ægir - 01.07.2007, Page 10
10 Matís (Matvælarannsóknir Ís- lands) vinnur að fjölmörgum rannsóknum og verkefnum sem lúta að betri og markviss- ari nýtingu þorskstofnsins. Verkefnin hafa byggt upp öfl- ugan gagnagrunn sem nú þegar gagnast fyrirtækjum í sjávarútvegi og stjórnvöldum til að ná fram betri nýtingu þorskstofnsins og annarra af- urða. Markmiðið með rann- sóknum og verkefnum Matís hefur verið að ná fram auk- inni arðsemi fyrir íslenskan sjávarútveg, tryggja sterkari markaðsstöðu, stuðla að bættri áætlanagerð, efla at- vinnulíf, auka sjálfbærni og ná fram aukinni yfirsýn yfir virðiskeðju þorskafurða. Þannig er hægt að ná fram markvissari ákvarðanatöku um skynsamlega nýtingu á þorskstofninum og öðrum sjávarafurðum til framtíðar. Þau rannsóknaverkefni sem um ræðir eru meðal annars: Aflabót: Niðurstaða verkefn- isins sýnir fram á hvernig veiðarfæri og meðhöndlun á afla hefur áhrif á afurðarverð. Veiðispá: Niðurstaða verk- efnisins sýnir hvernig holda- far þorsksins hefur áhrif á vinnslunýtingu og hvernig holdafar breytist á milli árs- tíma og veiðisvæða. Vinnsluspá: Niðurstaða verkefnisins sýnir hvernig afli á mismunandi veiðisvæðum og árstímum hefur áhrif á vinnslunýtingu og gæði af- urða. Afurðaspá: Niðurstaða verkefnisins sýnir hvernig þorskur skilar sér á sem hag- kvæmasta máta eftir árstímum og veiðisvæðum í verðmæt- ustu afurðirnar. Verkunarspá: Niðurstaða verkefnisins sýnir hvernig efnasamsetning og eðliseig- inleikar þorsks breytast eftir veiðisvæðum og árstímum en slíkt er mikilvægt fyrir verk- unarnýtingu á saltfiski, létt- söltun og fyrir þróun á nýjum afurðum. Ferlastýring á saltfiski: Niðurstaða verkefnisins sýnir hvernig árstími og veiðisvæði hafa áhrif á vinnslu og verk- unarnýtingu við saltfiskverk- un. Framlegðarhámörkun: Eykur arðsemi sjávarfangs, eykur yfirsýn yfir virðiskeðju og eflir markaðsstöðu. Þessi verkefni eru unnin í samvinnu við helstu sjávarút- vegsfyrirtæki landsins og há- skólastofnanir, en nokkrir starfsmenn Matís eru einnig starfsmenn Háskóla Íslands. Hægt að margfalda framleiðslugetu með fiskeldi Þá hefur Prokaria, líf- og erfðatæknideild Matís, þróað aðferð sem hægt er að nota til erfðagreininga á þorski. Slík aðferð er ákaflega mik- ilvæg fyrir rekjanleika á af- kvæmum í þorskeldi, vegna stofngreininga í stofnvist- fræðirannsóknum, uppruna- greininga eða vegna hugs- anlegra vörusvika þar sem ein tegund er seld sem önnur. Matís hefur einnig lagt mikla rækt við rannsóknir í fiskeldi sem hefur vaxið hröð- um skrefum í heiminum. Ljóst er að fiskeldi getur nýst afar vel við að byggja upp hag- kvæma grein í íslenskum sjávarútvegi. Með því að hraða þróun í fiskeldi hér á landi væri hægt að margfalda framleiðslugetu fyrir greinina, skapa aukin atvinnutækifæri víða um land og útvega gott hráefni fyrir kröfuharða mark- aði. Þessu til viðbótar hefur Matís vakið athygli á sjálf- bærni í sjávarútvegi sem neyt- endur og verslanir úti í heimi horfa sífellt meira til. Krafa um sjálfbærni í sjávarútvegi eykst því stöðugt og því mik- ilvægt að íslensk fyrirtæki taki virkan þátt í þróun á því sviði. Matís leggur því áherslu á að vinna með yfirvöldum og fyrirtækjum í að hámarka verðmætin með rannsóknum og þróun. R A N N S Ó K N I R Nýting og verðmæti þorskstofnsins Matís hefur einnig lagt mikla rækt við rannsóknir í fiskeldi sem hefur vaxið hröðum skrefum í heiminum. Ljóst er að fiskeldi getur nýst afar vel við að byggja upp hag- kvæma grein í íslenskum sjávarútvegi. Sjöfn Sigurgísla- dóttir. Sigurjón Arason. Sjöfn Sigurgísladóttir er forstjóri Matís. Sigurjón Arason er dósent við Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Matís.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.