Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.2007, Qupperneq 10

Ægir - 01.07.2007, Qupperneq 10
10 Matís (Matvælarannsóknir Ís- lands) vinnur að fjölmörgum rannsóknum og verkefnum sem lúta að betri og markviss- ari nýtingu þorskstofnsins. Verkefnin hafa byggt upp öfl- ugan gagnagrunn sem nú þegar gagnast fyrirtækjum í sjávarútvegi og stjórnvöldum til að ná fram betri nýtingu þorskstofnsins og annarra af- urða. Markmiðið með rann- sóknum og verkefnum Matís hefur verið að ná fram auk- inni arðsemi fyrir íslenskan sjávarútveg, tryggja sterkari markaðsstöðu, stuðla að bættri áætlanagerð, efla at- vinnulíf, auka sjálfbærni og ná fram aukinni yfirsýn yfir virðiskeðju þorskafurða. Þannig er hægt að ná fram markvissari ákvarðanatöku um skynsamlega nýtingu á þorskstofninum og öðrum sjávarafurðum til framtíðar. Þau rannsóknaverkefni sem um ræðir eru meðal annars: Aflabót: Niðurstaða verkefn- isins sýnir fram á hvernig veiðarfæri og meðhöndlun á afla hefur áhrif á afurðarverð. Veiðispá: Niðurstaða verk- efnisins sýnir hvernig holda- far þorsksins hefur áhrif á vinnslunýtingu og hvernig holdafar breytist á milli árs- tíma og veiðisvæða. Vinnsluspá: Niðurstaða verkefnisins sýnir hvernig afli á mismunandi veiðisvæðum og árstímum hefur áhrif á vinnslunýtingu og gæði af- urða. Afurðaspá: Niðurstaða verkefnisins sýnir hvernig þorskur skilar sér á sem hag- kvæmasta máta eftir árstímum og veiðisvæðum í verðmæt- ustu afurðirnar. Verkunarspá: Niðurstaða verkefnisins sýnir hvernig efnasamsetning og eðliseig- inleikar þorsks breytast eftir veiðisvæðum og árstímum en slíkt er mikilvægt fyrir verk- unarnýtingu á saltfiski, létt- söltun og fyrir þróun á nýjum afurðum. Ferlastýring á saltfiski: Niðurstaða verkefnisins sýnir hvernig árstími og veiðisvæði hafa áhrif á vinnslu og verk- unarnýtingu við saltfiskverk- un. Framlegðarhámörkun: Eykur arðsemi sjávarfangs, eykur yfirsýn yfir virðiskeðju og eflir markaðsstöðu. Þessi verkefni eru unnin í samvinnu við helstu sjávarút- vegsfyrirtæki landsins og há- skólastofnanir, en nokkrir starfsmenn Matís eru einnig starfsmenn Háskóla Íslands. Hægt að margfalda framleiðslugetu með fiskeldi Þá hefur Prokaria, líf- og erfðatæknideild Matís, þróað aðferð sem hægt er að nota til erfðagreininga á þorski. Slík aðferð er ákaflega mik- ilvæg fyrir rekjanleika á af- kvæmum í þorskeldi, vegna stofngreininga í stofnvist- fræðirannsóknum, uppruna- greininga eða vegna hugs- anlegra vörusvika þar sem ein tegund er seld sem önnur. Matís hefur einnig lagt mikla rækt við rannsóknir í fiskeldi sem hefur vaxið hröð- um skrefum í heiminum. Ljóst er að fiskeldi getur nýst afar vel við að byggja upp hag- kvæma grein í íslenskum sjávarútvegi. Með því að hraða þróun í fiskeldi hér á landi væri hægt að margfalda framleiðslugetu fyrir greinina, skapa aukin atvinnutækifæri víða um land og útvega gott hráefni fyrir kröfuharða mark- aði. Þessu til viðbótar hefur Matís vakið athygli á sjálf- bærni í sjávarútvegi sem neyt- endur og verslanir úti í heimi horfa sífellt meira til. Krafa um sjálfbærni í sjávarútvegi eykst því stöðugt og því mik- ilvægt að íslensk fyrirtæki taki virkan þátt í þróun á því sviði. Matís leggur því áherslu á að vinna með yfirvöldum og fyrirtækjum í að hámarka verðmætin með rannsóknum og þróun. R A N N S Ó K N I R Nýting og verðmæti þorskstofnsins Matís hefur einnig lagt mikla rækt við rannsóknir í fiskeldi sem hefur vaxið hröðum skrefum í heiminum. Ljóst er að fiskeldi getur nýst afar vel við að byggja upp hag- kvæma grein í íslenskum sjávarútvegi. Sjöfn Sigurgísla- dóttir. Sigurjón Arason. Sjöfn Sigurgísladóttir er forstjóri Matís. Sigurjón Arason er dósent við Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Matís.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.