Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2007, Síða 11

Ægir - 01.07.2007, Síða 11
11 R A N N S Ó K N I R Sýnt hefur verið fram á að nýt- ing flaka af þorski, sem er veiddur út af Suðausturlandi, er heldur betri en af af þorski sem er veiddur út af Norð- urlandi. Þá er flakanýting betri á tímabilinu júní til ágúst miðað við aðra ársfjórð- unga. Þetta kemur m.a. fram í rannsókn sem Matís hefur unnið með styrk úr AVS rann- sóknarsjóði í sjávarútvegi. Verkefnið bar nafnið Verk- unarspá-tengsl hráefnisgæða við vinnslu og verkunarnýtingu þorskafurða. Matís vann að þessu verk- efni í samstarfi við FISK Sea- food á Sauðárkróki, en í rannsókninni voru skoðaðir þættir eins og aldur hráefnis frá veiði, los, mar, holdafar og fleira sem getur tengst árs- tíðabundnum sveiflum í ástandi hráefnisins og veiði- svæðum ásamt veiðiaðferðum og meðhöndlun afla frá veiði til vinnslu. Sigurjón Arason, sérfræð- ingur hjá Matís, segir að fram hafi komið vísbendingar um mismunandi eiginleika þorsks á mismunandi veiðisvæðum og árstímum. „Helstu nið- urstöður voru þær að veiði- svæði út af Suðausturlandi gáfu marktækt betri flakanýt- ingu í þorski heldur en veiði- svæði út af Norðurlandi, auk þess sem flakanýting var betri á tímabilinu júní-ágúst, miðað við aðra ársfjórðunga.“ Sigurjón segir að þegar þorskinum hafi verið skipt í þrjá þyngdarflokka, hafi kom- ið í ljós að léttasti flokkurinn (1,4-2,1 kg) var með meiri þyngdaraukningu við verkun léttsaltaðra afurða en þyngri flokkarnir. „Það gefur til kynna að þyngri þorskurinn þurfi lengri tíma í pæklun en léttari þorskurinn. Vatns- heldni var áberandi lægri á veiðisvæðum út af Norð- urlandi og Norðausturlandi en á öðrum miðum,“ sagði Sigurjón Arason. Sýnt hefur verið fram á að betri flakanýting er af þorski sem veiddur er út af Suð- austurlandi en fyrir norðan land. Þessi mynd var tekin í Hornafjarðarhöfn af Erlingi SF-65. Betri flakanýting af þorski sem er veiddur út af Suðausturlandi - samkvæmt niðurstöðum athyglisverðrar rannsóknar

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.