Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.2007, Qupperneq 11

Ægir - 01.07.2007, Qupperneq 11
11 R A N N S Ó K N I R Sýnt hefur verið fram á að nýt- ing flaka af þorski, sem er veiddur út af Suðausturlandi, er heldur betri en af af þorski sem er veiddur út af Norð- urlandi. Þá er flakanýting betri á tímabilinu júní til ágúst miðað við aðra ársfjórð- unga. Þetta kemur m.a. fram í rannsókn sem Matís hefur unnið með styrk úr AVS rann- sóknarsjóði í sjávarútvegi. Verkefnið bar nafnið Verk- unarspá-tengsl hráefnisgæða við vinnslu og verkunarnýtingu þorskafurða. Matís vann að þessu verk- efni í samstarfi við FISK Sea- food á Sauðárkróki, en í rannsókninni voru skoðaðir þættir eins og aldur hráefnis frá veiði, los, mar, holdafar og fleira sem getur tengst árs- tíðabundnum sveiflum í ástandi hráefnisins og veiði- svæðum ásamt veiðiaðferðum og meðhöndlun afla frá veiði til vinnslu. Sigurjón Arason, sérfræð- ingur hjá Matís, segir að fram hafi komið vísbendingar um mismunandi eiginleika þorsks á mismunandi veiðisvæðum og árstímum. „Helstu nið- urstöður voru þær að veiði- svæði út af Suðausturlandi gáfu marktækt betri flakanýt- ingu í þorski heldur en veiði- svæði út af Norðurlandi, auk þess sem flakanýting var betri á tímabilinu júní-ágúst, miðað við aðra ársfjórðunga.“ Sigurjón segir að þegar þorskinum hafi verið skipt í þrjá þyngdarflokka, hafi kom- ið í ljós að léttasti flokkurinn (1,4-2,1 kg) var með meiri þyngdaraukningu við verkun léttsaltaðra afurða en þyngri flokkarnir. „Það gefur til kynna að þyngri þorskurinn þurfi lengri tíma í pæklun en léttari þorskurinn. Vatns- heldni var áberandi lægri á veiðisvæðum út af Norð- urlandi og Norðausturlandi en á öðrum miðum,“ sagði Sigurjón Arason. Sýnt hefur verið fram á að betri flakanýting er af þorski sem veiddur er út af Suð- austurlandi en fyrir norðan land. Þessi mynd var tekin í Hornafjarðarhöfn af Erlingi SF-65. Betri flakanýting af þorski sem er veiddur út af Suðausturlandi - samkvæmt niðurstöðum athyglisverðrar rannsóknar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.