Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2007, Page 31

Ægir - 01.07.2007, Page 31
31 hefur verið að gefa eftir í verðum vegna þess að efna- hagslífið í Frakklandi er frek- ar erfitt um þessar mundir. Mér þykir því ljóst að við munum ekki ná verðum fyrir sjávarafurðir ofar en í dag. Þar að auki er gengið að stríða okkur. En það þýðir ekkert annað en að lifa við það eins og það er á hverjum tíma.“ Jarðgöng milli byggðarlaga á Mið-Austurlandi myndu breyta miklu Adolf segir í sínum huga eng- an vafa á því að það yrði mikil lyftistöng fyrir byggðirn- ar á Mið-Austurlandi ef ákveðið yrði að tengja þær saman með jarðgöngum. Ákveðið hefur verið að gera ný Oddskarðsgöng sem tengja saman Eskifjörð og Norðfjörð og Adol telur mik- ilvægt að halda áfram og bora göng milli Norðfjarðar, Mjóa- fjarðar og Seyðisfjarðar og síðan verði gerð ein göng, annað hvort úr Seyðisfirði eða Mjóafirði upp á Hérað. „Í mínum huga eru það mikil mistök ef ekki verður hugað að því í alvöru að tengja þessi byggðarlög saman með jarð- göngum, með öðrum orðum að menn láti ekki staðar num- ið við ný jarðgöng milli Eski- fjarðar og Norðfjarðar. Aðalat- riðið er að menn ákveði að ráðast í þessa framkvæmd. Það gildir í mínum huga einu í hvaða röð yrði farið í þessar framkvæmdir. Við sjáum hvaða jákvæðu áhrif Fá- skrúðsfjarðargöngin hafa haft og það sama gildir um göng- in um Almannaskarð. Það sem skiptir máli er að þessar byggðir verði eitt atvinnu- svæði – Reyðarfjörður, Eski- fjörður, Norðfjörður, Mjói- fjörður, Seyðisfjörður og Eg- ilsstaðir. Þetta myndi þýða að unnt yrði að ná fram hag- kvæmni á ýmsum sviðum, t.d. í sjávarútvegi, og í mínum huga myndi verslun og þjón- usta styrkjast við slíka sam- göngubót,“ segir Adolf, en sem stendur eru verkfræðing- ar að skoða þessa jarðganga- gerð og erlendir sérfræðingar koma einnig að málum. Nið- urstöður þessarar vinnu ætti að liggja fyrir innan fárra mánaða. „Við skulum orða það nákvæmlega eins og það er að við erum í mikilli vörn hér og það má lítið út af bregða. Vegna niðurskurðar þorskveiðiheimilda sýnist mér þetta verða viðvarandi ástand næstu tvö til fimm ár. Þó svo að ríkissjóður standi sterkur um þessar mundir, þá breytir það ekki því að minni staðir úti á landsbyggðinni, eins og Seyðisfjörður, munu eiga afar erfitt með að standa þennan tekjusamdrátt af sér. Ég hef spurt menn hvað við eigum að gera í þessari stöðu og svarið sem ég hef fengið er á þá lund að ég eigi að leita til Byggðastofnunar. Þá hef ég svarað því á móti að ef ég geti ekki staðið í skilum við minn viðskiptabanka af hverju ég eigi þá að fara til Byggðastofnunar til þess að leita eftir fyrirgreiðslu þar.“ S E Y Ð I S F J Ö R Ð U R Þorskkvótaniðurskurðurinn kemur harkalega við Seyðisfjörð eins og margar aðrar sjávarbyggðir sem að stórum hluta byggja á sjávarútvegi. Löndun úr Gullveri, togara Gullbergs á Seyðisfirði.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.