Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2009, Page 10

Ægir - 01.07.2009, Page 10
10 „Fiskidagurinn mikli er ein- stök hátíð á heimsvísu. Þessi dagur - og í raun helgin öll - á sér enga hliðstæðu í heimin- um. Íbúar bæjarins opna heimili sín fyrir öllum sem þangað vilja koma, á Fiski- súpukvöldinu mikla þar sem gestir og gangandi þiggja frá- bæra súpu að hætti hússins. Dalvíkingar bæta svo um betur daginn eftir - ef það er á ann- að borð hægt - og bjóða þjóð- inni í fiskréttaveislu og fjöl- skyldugleði um allan bæ frá morgni og langt fram á kvöld. Þetta er einstök gestrisni og einstakt framtak,” sagði Þor- steinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja hf. í hátíðar- ræðu á Fiskideginum mikla, 8. ágúst síðastliðinn. Þorsteinn Már sagði í ræðu sinni að engin tilviljun væri að fyrirtæki hans ræki öfluga fiskvinnslu og útgerð á Dal- vík. Þar væri að finna fisk- vinnslu og sjómenn á heims- mælikvarða. „Allt þetta fólk skapar með F I S K I d A g U R I N N m I K L I Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf. í hátíðarræðu á Fiskideginum mikla: „Dalvískir sjómenn og fisk- vinnslufólk á heimsmælikvarða!“ Fimmtán þúsund fiskborgarar hurfu ofan í mannskapinn! Kokkarnir hjá Grími kokki í Vestmannaeyjum litu varla upp allan daginn. Forsetahjónin Ólafur Ragnar og Dorrit á gangi um svæðið.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.