Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2009, Síða 23

Ægir - 01.07.2009, Síða 23
23 V I Ð T A L kvæmlega hvar skip eru stödd hverju sinni. Þetta skiptir miklu.“ Menn með raunhæfar hugmyndir Á starfsstöðvum Fiskistofu úti á landi starfa í dag um 20 manns á sex stöðum, þaðan sem sinnt er daglegu veiðieft- irliti. Því starfi sinna nær ein- vörðungu reyndir skipstjórn- armenn, sem Árni Múli telur mikilvægt. „Þetta eru menn með mikla reynslu sem vita ná- kvæmlega hvernig kaupin gerast á eyrinni. Hafa þekk- ingu, sjálfstraust og raunhæfar hugmyndir í eftirlitsstarfinu. Við lítum fyrst og fremst á sjómenn sem samherja okkar. Og viðhorf velflestra í þeirra hópi gagnvart Fiskistofu trúi ég að sé hið sama. Þannig reynum við sem kostur er að leiðbeina mönnum og gefa þeim tækifæri til úrbóta, sé eitthvað með öðrum hætti en vera ber. Vissulega þurfa stofnanir alltaf að hafa bit og mátt til aðgerða en hörð við- urlög eru alltaf síðasta úrræð- ið.“ Metnaður og sanngirni Stundum fara á flot miklar sögur um ofurfjölda starfs- manna hjá Fiskistofu. Starfs- mennirnir eru í það heila talið um 80 en á góðum degi - þegar sagnamenn eru í ham - verða þeir á bilinu 200 til 300. „Ég kannast við þessar sögur,“ segir Árni Múli. „Því er kannski ekki auðvelt að svara hvernig þær verða til. Við þekkjum auðvitað öll að lengi hefur verið deilt um kvóta- kerfið og andstæðingar þess freistast þá til að persónugera málið í okkur Fiskistofufólki, sem þeir telja mun fleira en raunin er. Um þetta er í sjálfu sér lítið að segja og ekki kveinkum við okkur undan gagnrýni. Hún verður hins vegar að vera sannleikanum samkvæmt og byggð á rök- semdum rétt eins og við hjá Fiskistofu sinnum starfinu af metnaði og sanngirni gagnvart umbjóðendum okkar.“ Frá Ísafirði.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.