Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2009, Page 58

Ægir - 01.07.2009, Page 58
58 N ý T T F I S K I S K I P Á dögunum kom til heima- hafnar í Reykjavík nýtt tog- veiðiskip, Helga RE 49. Skipið er í eigu útgerðarfyrirtækisins Ingimundar hf. en um er að ræða fimmta skipið í eigu fyr- irtækisins sem ber þetta nafn. Síðasta skip með þessu nafni seldi Ingimundur hf. til Skinn- eyjar Þinganess árið 2005 og ber það nafnið Steinunn SF. Það skip er raunar síðasta ný- smíðaða fiskiskipið sem kom til Reykjavíkur á undan þeirri Helgu sem nú lagðist að bryggju. Sú Helga kom árið 2001 þannig að átta ár liðu á milli nýsmíða hjá Ingimundi hf. og um leið milli nýsmíð- aðra fiskiskipa í flota Reykvík- inga. Helga RE - 49 var smíðuð fyrir Ingimund hf. í Ching Fu skipasmíðastöðinni í Kaoh- siung á Tæivan. Hönnun skipsins var í höndum Sævars Birgissonar hjá Skipasýn ehf. og systurfélags Skipasýnar, ShipCon í Gdansk í Póllandi. Skipið er útbúið til tog- veiða með botnvörpu. Aðal- vél skipsins er MaK 6M 20C frá Framtaki Blossa ehf. Vélin mælist 603 hestöfl við 830 snúinga á mínútu. Ljósavélin er Caterpillar C18 með 350kW Caterpillar generator. Gírinn er frá Scan Volda ACG 525 með 500kW PTO/PTI Skipið er allt heitgalvaní- serað og málað með málning- arkerfi frá International. Með því er tryggt að ekki þarf að mála skipið nema á 6-7 ára fresti. Krani á þilfari er af gerð- inni Heila og er frá Gróttu ehf. Vinnslulínur á millidekki eru frá 3X Technology á Ísa- firði. Ískrapavél af gerðinni T4 er frá Kælingu ehf. í Hafn- arfirði. Færiband í lest er frá Véla- verkstæðinu Þór ehf. í Vest- mannaeyjum Björgunarbúnaður er frá Viking. Búnaður í brú Búnaður í brú er allur af full- komnustu gerð. Um er að ræða siglingar- og fiskleitar- tæki af gerðinni Furuno frá Brimrún og Marport afla- nemakerfi. Uppsetning og hönnun brúar var unnin í nánu sam- starfi Brimrúnar, Skipasýnar og Ingimundar hf. Fjarskiptabúnaður er allur Fimmta Helgan hjá Ingimundi hf. Horft yfir togþilfarið. Veiðarfærin hífð um borð fyrir fyrstu veiðiferð.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.