Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Page 5

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Page 5
Ég þori ekki að tilfæra meira, þvi að ég hef ekki leyfi til þess frá skáldinu. Þannig er það: Það verður einum að (lýrmætu yrkisefni, sem annar telur verðlaust eða hefur ekki eignazt skiln- ing á að njóta. Rauðir pennar hafa fengið beztu viðtökur. Ég hef heyrt marga mennr sem gott vit hafa á, telja þetta bezta bindið af þeim fjór- um, sem út eru komin. Má vel vera, að svo sé, þó að mér þyki reyndar bezt fyrsta bindið. Okkur hefur aldrei tekizt að gera ritið eins gott og við höfum óskað eftir, að það væri. Samt á að vera miklu auðveldara nú, þegar Rauðir pennar eru orðnir ársrit Máls og menningar, að gera þá vel úr garði. Þykir okk- ur sérslaklega mikils vert um þau lofsamlegu ummæli, sem þeir fá i bréfi frá Arna Hallgrimssyni, ritstjóra Iðunnar, og birt er hér á öðrum stað. Við eigum ekki aðra ósk betri en þá, að Rauð- ir pennar gætu að einhverju leyti orðið þjóðinni sú leiðsögn, sem Árni talar um. Þá er veigamesta bókin, sem félagsmenn fá í hendur um leið og þetta hefti: Efnisheimurinn, etfir Björn Franzson. Ég trúi ekki öðru en allur fjöldi félagsmanna verði ánægður með hana. Það er mjög til hennar vandað af hálfu höfundarins, ln'm hefur geysimikinn fróðleik inni að halda um efni, sem hverjum manni ætti að leika hugur á að kynnast, og er rituð á góðu og vönd- uðu máli, sumir kaflarnir af stílsnilld, og að því er ég hygg af vísindalegri nákvæmni. Annars er sérfræðinga að dæma um það, og vitna ég til umsagnar Sigurkarls Stefánssonar, Mennta- skólakennara, hér i tímaritinu. Þegar allar bækur ársins 1938 eru þannig komnar i hendur félagsmanna, og þeir virða þessi bókakaup fyrir sér, þá trúi ég ekki öðru en þeim þyki vel varið þeim 10 krónum, sem fóru til kaupa á þeim. Og kunni einhverjum að þýkja þær ósamstæð- ar að efni, útliti og broti, þá biðjum við þá að lita á það, að þegar bækur margra ára koma saman, þá fellur burt þessi ósam- kvæmni. Bækur um ákveðin efni koma í samfellda heild í sams konar broti, og það verður fyrst eftir nokkur ár, sem verulega skemmtilegt bókasafn myndast af bókum Máls og menningar. Þetta bendir á nauðsynina að varðveita hverja þeirra frá byrj- un. Það ætti því enginn félagsmaður að láta sig vanta fyrsta árganginn, 3. bindi Rauðra penna og Vatnajökul, sizt þar sem hún hlýtur alltaf að verða ein af glæsilegustu bókum félagsins. En eins og félagsmenn vita, fást þessar bækur fyrir 10 krón- ur báðar saman. 3

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.