Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Page 6
Myndun lesliópa.
í næslsíðasta hefti var vikið a'ð myndun leshópa, þar seni
félagsmenn ræddu sín á milli um efni þeirra bóka, sem Mál
og menning gefur lit. Með útgáfu Efnislieimsins er verulega
kominn grundvöllur fyrir myndun slíkra hópa. Þar er fræði-
leg bók um efni, sem er stórbrotið og sums staðar þungskilið.
Það mundi vafalaust ]>roska skilning manna á efninu, gera það
minnisstæðara og léttara, ef menn færu yfir kafla í bókinni
nokkrir saman og brvtu efnið til mergjar. Þá gætu menn einnig
sent fyrirspurnir um einstök atriði, og mundi stjórn Máls og
menningar koma þeim á framfæri við höfundinn. Það væri jafn-
vel ekki óhugsandi, að höfundurinn fengist til að halda erindi
fyrir leshópa Máls og menningar, ef þeir yrðu stofnaðir á mörg-
um stöðum á landinu. Ég held félagsmenn ættu að athuga þetta
mál og taka sig til hver á sínum stað og gangast fyrir þvi, að
leshópar verði myndaðir.
Fjárhagur Máls og menningar.
Við vitum ekki enn þá, hvernig fjárhagsútkoman er eftir árið
1938. Endurprentanirnar á bókum fyrra árs og þar að auki 1.
bindi Móðurinnar hafa orðið félaginu kostnaðarsamar í svip-
inn. Árið 1938 hlýtur því að sýna há útgjökl, þótt enginn vafi sé
á því, að kostnaðurinn vinnst upp mjög fljótt, þegar meginið hefur
selzt af upplagi bókanna frá fyrsta árinu. í næsta hefti ættum
við að geta gefið yfirlit yfir tekjur og gjöld félagsins.
Vöxtur félagsins 1938.
í ársbyrjun voru félagsmenn 2000, 1. marz var talan komin
upp í 2000, 1. des. rúm 4000 og í árslok nokkru liærri. Mál og
menning hefur því meir en tvöfaldað félagatölu sína árið 1938.
Við settum okkur í haust að verða komnir um áramót upp í
5000 félagsmenn, en það takmark hefur enn ekki náðst. Það er
töfin á útkomu bókanna, sem hefur dregið í svip úr hinum hraða
vexti félagsins. Þó hafa menn alltaf verið að bætast við í fé-
lagið, á hverjum degi. Og þegar allar bækur ársins eru komnar
út og menn heyra um útgáfuna 1939, hlýtur að nýju að hefj-
ast ör straumur í Mál og menningu. Og eigi rekstur félagsins
að ganga verulega vel, svo við getum vandað af kostgæfni til
bókanna, þá verðum við að koma félagatölunni að minnsta kosii
npp í 5000 fyrir 1. mai næstk. Við megum ekki láta koma neina
stöðnun i félagið. Mál og menning á stöðugt að vera vaxandi,
Iifandi félag, þar sem félagsmennirnir sjálfir eru sístarfandi
4