Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Side 11

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Side 11
ast hin dýrmætu ljóð Stephans G. fyrir eins lágt verð og hugs- anlegt er. Það er afráðið, að úrvalið komi út hjá Máli og menn- ingu á næsta ári (1939). Sér Sigurður Nordal að mestu leyti um úrvalið og skrifar all-langa ritgerð framan við J)indið.. Bað ég hann að skýra fyrir félagsmönnum i nokkrum orðum álit sitt á nauðsyn þessarar átgáfu, á verðmæti ljóða Stephans og höfund- inum sjálfum. Fara ummæli hans hér á eftir: L'm það verður varla deilt, að það sé nauðsynjaverk að koma úrvalskvæðum Stephans G. Stephanssonar í hendur almennings á íslandi. Hið mikla kvæðasafn hans, Andvökur, er sex hindi og alls um 1800 blaðsíður. Þrjú fyrstu bindin eru allvíða til og eru nú uppseld og vont að ná í þau, en mér er ekki kunnugt um, hve upplagið liefur verið mikið. En fjórða og fimmta bindið (prentuð 1923) hafa selzt miklu minna, ekki af því að þau standi hinum að baki, heldur vegna þess, að þá var bókaverð orðið þrefalt hærra en þegar fyrri bindin voru gefin út. Sjötta hindið er nýprentað og ekki fullséð, hvernig það muni seljasl. Nú er það að vísu æskilegt, að sem flestir íslendingar lesi Andvökur allar, og úrvalskvæðunum er ekki ætlað að koma í þeirra stað handa þeim lesöndum, sem kynnast vilja skáldskap Stephans út i æsar. En þegar þess er gætt, að Andvökur eru ekki einungis stórt verk og erfitt að eignast þær, heldur eru kvæði Stephans lika misjöfn að gæðum og mörg nokkuð óaðgengileg við fyrsta lestur, þá er varla við að búast, að þorri manna eigi kost á að ná til heildarsafnsins né hafi elju til þess að lesa það allt sér að fullu gagni. En úrval, sem er eins stórt og það, sem Mál og menning ætlar að gefa út (það mun nærri því svara til tveggja hinda í Andvökum), á að geta gefið fullkomna hugmynd um allt það hezta í list og hugmyndaauði skáldsins. Og Stephan G. er maður, sem alþýða manna hér á landi á að þekkja. Hann er einn af mikilmennum vorum og stórskáldum. Eg efast um, að nokkurt íslenzkt skáld, fyrr eða síðar, hafi jafn- azt á við hann að þreklyndi og hreinlyndi. Hugsanaheinmr hans er óvenjulega víður og málmurinn i Ijóðum hans er allt af sldr, þó að fágunina bresti sums staðar. Hann var maður sjálfmennt- aður og sjálfskapaður, ruddi sér braut til andlegra afreka við hin örðugustu kjör, og í honum bar hin forna alþýðumenning vor sinn fegursta ávöxt, jafnframt því sem hann vikkaði sjón- hring sinn við flutninginn vestur um haf og lifði með i öllum vandamálum samtíðarinnar. Hver lesandi, sem nokkur þroska- skilyrði á í sjálfum sér, hlýtur að vaxa við að kynnast svona manni. 9

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.