Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Side 13
uni ágætum samstarfsmönnum, grundvöll að skólaskipun, sem
um mörg ár var tatin til fyrirmyndar uin alla Evrópu. En eftir
stjórnarskiptin í október 1920 voru umbæturnar einkum frani-
kvæmdar i Vínarborg, þar seni O. Glöckel var fræðslumálastjóri
um langt skeið. Umbætur þessar tóku til allra skólaflokka, frá
smábarnaskólum upp i háskóla, og einnig til flestra annarra
greina uppeldis- og menningarmála.
Einn merkasti og þekktasti skólamanna Svisslendinga, Dr. Ro-
bert Dottrens, skólastjóri barnaskóla .og háskólakennari i Genf,
dvaldi i Vín veturinn 1926—27. Þegar hann kom heim skrifaði
hann allstóra bók,*) mjög lofsamlega um Vínarskólana. Í inn-
gangi bókarinnar segir Dottrens m. a.:
„Nýkominn heim úr ferðalagi um Tékkóslóvakíu, Þýzkaland,
England, Belgíu og Frakkland hika ég ekki við að fullyrða, að
Vinarborg er nú sem stendur fremst borga í Evrópu um fram-
farir í kennslumálum.“
Otto Glöckel átti mörgum frábærum samstarfsmönnum á að
skipa. Sumir þeirra eru lieimsfrægir, eins og t. d. Búhlershjón-
in, sem talin eru meðal fremstu visindamanna, sem nú eru uppi,
hvort í sinni grein, liann sem almennur sálarfræðingur, hún
sem barnasálarfræðingur.
Borgarastyrjöldin 1934 varð til mikils hnekkis fyrir þessa um-
hótastarfsemi i Vín. Þó mun flest af því, sem áunnizt hafði i
skólunum, liafa fengið að vera i friði, og vísindamennirnir fengu
að starfa óhindraðir áfram.
Nokkra hugmynd um áhrif innlimunarinnar á þessi mál fá
menn af tilskipun**) frá yfirvöldunum, sem send var s.l. vor
til allra skóla og uppeldisfræðistofnana i Vín. í tilskipun þess-
ari er þess krafizt, að á meðan að ekki séu fyrir liendi full-
komnar bókaskrár, verði m. a. eftirfarandi bókgflokkar þegar i
stað fjarlægðir úr bókasöfnum kennara og nemenda:
1) Verk Gyðinga og þeirra, sem hafa samúð með þeim, t. d.
bækur um sálgrenslan (psychoanalyse), einstaklingssálarfræði
(individuelle psychologie) eftir höfunda eins og Montessori, Búh-
ler og aðra slika.
*) L’Éducation nouvelle en Autriche.
**) Verordnungsblatt des Stadtschulrates fúr Wien, 15. maí
1938, tilvitnað í Feuille Mensuelle DTnformation No. 79—80, gef-
ið út i París af Fédération internationale des Associations d’In-
stituteurs.
11