Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Síða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Síða 14
2) Verk, sem hafa marxistísk og kommúnistísk stefnumið, t. d. bókaflokkinn „Entschiedene Schulreformen“, bækur um sögu marxismans, bækur gefnar út af fulltrúum stjórnartímabils Glöc- kels, Ratenaus. 3) Bækur, sem lúlka hugsjónir friðarvina, bækur, sem gefnar eru út undir áhrifum frá Þjóðabandalaginu. 4) Bækur, gefnar út í anda skilnaðarsinna, sem fjalla um „Austurríkisbúann“, og bækur, sem verja eða lofa stjórnartíð Dolfuss- Schuschnig. 5) Verk, sem túlka vantraust á Þýzkalandi, mikihnenn'um þess og hetjum. Bækur, sem leitast við að meta gildi franskrar, enskr- ar og ameriskrar menningar hærra en Þýzkalands, l. d. verk bræðranna Mann, Remarques o. s. frv. 6) Bækur, sem gagnrýna persónu foringjans, verk hans, naz- ismann o. s. frv. Á uppeldismálaþinginu i Paris 1937 vakti engin þjóð á sér meiri athygli en Tékkcfslóvakia. Ekki vegna þess að fulltrúar hennar væru bétur máli farnir eða glæsilegri en margir aðrir, heldur fyrir þá sök, að þeir túlkuðu glæsilega og volduga upp- eldis- og menningarhreyfingu, sem þróazt hafði og blómgazt með þjóðinni. Þessi alda vakningar og framkvæmda i skólamálum var rakin langt aftur í tíma, alla leið til hins mikla og heimsfræga uppeldisfrömuðar Komensky, sem uppi var á 17. öld. En fyrst með endurheimtu sjálfstæði þjóðarinnar 1918 liefst hinn raun- verulegi undirbúningur. Allmargir kennarar taka að kynna sér nýjustu bókmenntir í starfsgreininni, sumir fara til annarra landa og kynnast skólum þar. Ríkisstjórnin, með liinn mikla þjóðar- leiðtoga, vísindamanninn Masaryk í fararbroddi, studdi alla því- lika framfararviðleitni. Talið var, að skólarnir, æðri sem lægi'i, væru óskabörn þjóðarinnar og leiðtogar hennar litu á það sem sögulega nauðsyn að efla þá með ráði og dáð, enda fjárframlög til menningarmála aukin ár frá ári. Arið 1928 er sögulegt í skóla- málum Tékkóslóvakíu. Dr. Václav Prihoda, háskólakennari i Prag samdi tillögur um nýtt skólafyrirkomulag. Samkvæmt þeim skyldi meðal annars stofna tilraunaskóla. Voru nokkrir þeirra stofn- aðir þegar á því ári. En tilraunaskólarnir urðu upphaf hinnar voldugu skólahreyfingar i landinu. Árið 1932 var samin ný náms- skrá fyrir barnaskólana. Er þar fetað í fólspor tilraunaskólanna og stefnt ákveðið að þvi markmiði að breyta öllum liarnaskól- um i landinu i hið starfræna horf, gera þá að þjóðlegum „ný- skólum". Árið eftir, 1933, var námskrá mótuð sömu stefnu sam- þykkt fyrir gagnfræða- og sérskólana. Kennslumálastjórn, skóla- 12

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.