Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Síða 19
stétt. Og að síðustu, — þótt dæmi sjómannanna sé hér einangr-
að, af því það var svo auðvelt, þá er það vitanlegt, að sjómenn-
irnir eru engin sérstök mannlegund, og hið sama á í raun og
veru við um alla þjóðina.
Hvað er mest lesið? Og hvaða höfundar?
Skáldrit. Meira en 75% af þvi, sem lesið er, eru skáldrit, —
ef til vill ekki nema 70% á veturna, en sjálfsagt milli 80 og 90%
á sumrin. Þó eru til fræðibækur, sem eru lesnar alveg eins og
skáldsögur, t. d. hókin „Frá Malayalöndum“. Af skáldritum eru
það aðallega sögurnar, sem lesnar eru. Það er ekki mikil eftir-
spurn eftir kvæðum, nema eftir Davíð Stefánsson. Engar skýrsl-
ur eru til um það, hverjir höfundar eru mest lesnir. Slíkar
skýrslur er ekki auðvelt að halda, og þótt það væri gert, væri
ekki mikið á því að græða. Þegar fátt er um bækur og allt er
lesið, sem heita skáldsögur, þá standa þeir höfundarnir hezt að
vígi, sem mest hafa skrifað, nema hækur þeirra séu ófáanleg-
ar, eins og fleslar hækur Jóns Trausta eru nú. Við höfum haft
það á tilfinningunni, að Einar Kvaran hefði metið, — að mest
væri lesið eftir hann. En ef Halldór Kiljan Laxness er ekki
búinn að taka það, þá er hann að minnsta kosli hættulegur
keppinautur.
Hefur bókasafnið ekki við ýmsa erfiðleika að stríða?
Það er ekki tími til að telja upp alla þá erfiðleika, sem safnið
hefur við að stríða, en næst liggur að nefna þrengslin, þegar
ekki er hægt að gera nema nokkurn hluta bókasafnsins aðgengi-
legan fyrir almenning, þegar stafla verður bókunum ofan á skáp-
ana, á stólana og jafnvel ó gólfið, og það um hávetur, þegar
nokkur þúsund bindi eru úti í umferð. Það eru líka erfiðleik-
ar að þurfa að raða bókunum tvisvar á dag, i stað þess að í
tilsvarandi bókasöfnum erlendis þykir þurfa að líta eftir röð-
uninni einu sinni i viku. Þetta er af því, að fólkið snýr öllu
öfugt og setur bækurnar í hrúgur og stafla í hillurnar, í stað
þess að setja hverja bók á sinn stað i röðinni. En það er ekki
hægt að kasta þungum steini á fólkið fyrir þessa óreglu, meðan
þrengslin eru svo, að hver verður að seilast yfir axlir öðrum
eða smjúga undir hendur annarra til að ná i bók. Og þótt ég
héldi áfram i allan dag að telja upp erfiðleika safnsins, mundi
það allt enda í einni stórri kröfu:
Við verðum að fá bókasafnshús.
17