Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Qupperneq 20
Umsagnir um bækur.
Björn Franzson: Efnisheimurinn.
Það er ekki lítið vandaverk, sem höfundur færist i fang með
samningu þessarar bókar, sem eins og nafnið bendir til á að
gefa yfirlit yfir þær hugmyndir, sem fræðimenn hafa gert sér
um alheiminn fyrr og síðar, og vandinn vex um allan helming,
þegar þetta yfirlit á að vera alþýðlegt.
Litið hefur verið ritað um þessi fræði á íslenzka tungu; samt
finnst mér málið á bókinni yfirleitt viðkunnanlegt — og er þá
mikið sagt —, enda er höfundur maður orðhagur og smekkvís.
Heimsmyndir síðari tíma eiga sanmierkt í því, að stærðfræð-
in er það sement, sem tengir saman þá múrsteina staðreynd-
anna, sem myndin er gerð úr. Getur þvi ekki hjá því farið, að
samhengið verði stundum ekki full-ljóst í alþýðlegri framsetn-
ingu, en heildarsvipurinn getur oft notið sín að niiklu leyti fyr-
ir þvi, og gerir það furðu vel í þess'ari bók.
Ekki mun það óalgengt að telja efni það, sem bókin fjallar
um, óskáldlegt eða þurrt. Þetta er hinn mesti misskilningur.
Margar af hugmyndum fræðimanna á þessum sviðum eru í fyrst-
unni stórbrotinn skáldskapur. En eru þær ekki jafn fagrar og
skáldlegar, eftir að reynslan hefur staðfest sannleiksgildi þeirra?
Ekki finnst mér minna til þeirra koma fyrir því. Öðru nær. Höf-
undi er einmitt sýnt um að láta það stórfenglega koma fram,
og eru margir kaflar í bókinni bráðskemmtilegir, en til þess
að geta notið tilþrifanna til hlítar, er nauðsynlegt að lesa alla
bókina með athygli og gaumgæfni, og ætla ég, að margt kunni
að skýrast fyrir lesandanum við endurtekinn lestur, sem kann
að hafa misst marks við fyrsta lestur.
fslendingum hefur oft verið brugðið um tómlæti gagnvart þess-
um fræðum, en það er von mín, að þessi bók verði til þess
að vinna nokkurn bug á þvi, og heri gæfu til þess að opna
mörgum lesendum nýja, heillandi útsýn.
Sigurkarl Stefánsson.
Rauðir pennar, IV. bindi.
Herra ritstjóri!
Að loknum lestri hins nýútkomna 4. bindis Rauðra penna finn
ég hvöt hjá mér til þess að kvitta fyrir það með nokkrum lin-
um. Lestur þessa bindis hefur orðið mér til sérstakrar ánæaiu.
Frá því fyrsta liefur ritið í þínum höndum verið mjög athyglis-
vert, en þetta bindi finnst mér þó bera af. Það er fastara mót á
18