Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Page 22

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Page 22
ég ekki lesið enn, en frumritgerð Helge Ivrogs kannast ég við sem einhverja snjöllustu hugvekju, sem skrifuð hefur verið á Norðurlöndum hin síðustu ár. Höfundurinn er hverjum manni ritslyngari og einhver skarpgáfaðasti Norðmaður, sem nú er uppi. Þá er ádrepa Þórbergs Þórðarsonar ekkert óhræsi, skýr í hugsun, fösl að byggingu og ágætlega rituð. En hvað kemur til, að þessi djarfmælti og opinskái höfundur felur svo vandlega fyrir lesandanum, hvert ádrepunni er stefnt? Hann er að deila á einhver fávísleg blaðaskrif, frain komin fyrir nokkrum árum, en hann forðast eins og heitan eldinn að nefna nafn blaðsins, hvað þá greinarhöfundarins. Ég á bágt með að skilja slíka hæv- ersku, og ég veit, að allur þorri manna man skennir en svo, að þeir geti áttað sig á, hver sá guðsmaður og þjóðmálaskörnng- ur er, sem Þórbergur er þarna að refsa. En fyrir bragðið verð- ur grein hans ekki veitl sú athygli, sem annars hefði orðið. Ég nefndi áðan orðið leiðsögn. Það hefur frá upphafi verið ætlunarverk Rauðra penna að veita þjóðinni leiðsögn um menn- ingarleg efni og félagsleg. Ritið hefur fylgt ákveðinni, róttækri stefnu og auðvitað sætt fyrir það ákúrum ljósfælinna íhaldsafla og sömuleiðis ýmsra tvístígandi vangaveltuspekinga fyrir að vera einhliða og öfgakennt. Það hefur engan þátt tekið í flokkspóli- tísku dægurþrasi, en vitanlega samt sem áður verið stimplað sem pólitískl málgagn. Ég vil ekki segja með óréttu. Ekkert tíma- borið rit kemst undan þvi nú á dögum að fá á sig pólitískan stimpil. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að sú ákæra ldingir sí og æ i garð rithöfunda og tímarita, að þau séu póli- tísk. En hafa þessir ákærendur nokkurn tíma reynt að gera sér grein fyrir, hvað þeir eru að fara? Hvað er pólitík annað en lífsbaráttan sjálf, eins og sambúðarháttum mannanna er nú kom- ið? Er unnt að benda á nokkurt svið hins opinbera þjóðlífs, er sé utan við alla pólitik? Átökin í þjóðfélögunum harðna stöð- ugt og snúast um einn meginás: A auðmagnið eða fólkið að ráða? Á fólkið að fá að skipa sínum málum og sambýlishátt- um i fullu frelsi og eins og því hentar bezt, eða á að fela það forsjá erindreka auðmagns og bankavalds, leyfa þeim að múl- binda það og láta það þjóna sínum hagsmunum? Getur svo nokkur vakandi og vitiborinn maður leitt hjá sér að taka af- stöðu til þessara átaka? Ég segi nei og aftur nei. Þeir menn, sem nú á dögum þykjast vera hlutlausir í pólitík, hljóta að vera eitt af þrennu: hræsnarar, náttúrulaus viðrini eða hrein og bein fífl. Og hvert það timarit, sem hyggst að ganga á snið við hin félagslegu vandamál, á hvorki nafnið skilið né heldur tilveru- 20

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.