Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Page 24

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Page 24
bindi Rauðra penna skuli berast í hendnr þeirra 4—5 þúsunda, sem nú þegar liafa fylkt sér um „Mál og menning". Mættu þeir allir lesa það vel og vandlega. Og satt að segja er það betri vitnisburður um vitræna heilbrigði íslenzku þjóðarinnar en bú- ast mætti við, að hinn ungi félagsskapur ykkar skuli eiga svo glæsilegu fylgi að fagna. Það er eins og ljósglampi mitt i þeirri skuggaveröld, þar sem pólitískir umskiptingar og alls konar for- dæður leika lausum hala og gera allt okkar andrúmsloft lævi blandið. Á gamlárskvöld. Á. H. Sógur og sagnir úr Vestmannaeyjum. Safnað hefur Jóhann Gunn- ar Ólafsson. Bókaverzlun Þorsteins Johnson, Vestmannaeyjum. ísafoldarprentsmiðja. 176 bls. í prentuðum þjóðsagnasöfnum gætir fremur lítið sagna úr Vest- mannaeyjum, og mætti því ætla, að þar i sveit væri færra um slæðinga og aðra dulræna fylgifiska mannskepnunnar en í öðr- um héruðum. En hér eru tekin af öll tvímæli um þetta. í þess- ari nýju bók má sjá það svart á hvítu, að Vestmannaeyingar- eiga í höggi við drauga og afturgöngur rétt eins og aðrir lands- menn. Þeir komast í tæri við huldufólk, þá dreymir merkilega drauma o. s. frv. Safn þelta hefst á nokkrum sögum, sem teknar eru úr liinu prentaða þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar, en meginhluti bókar- innar er nýr, skráður eftir sögn núlifandi manna eða óprentuð- um heimildum. Auk þjóðsagnanna eru hér nokkrir þættir um sögulega atburði, sem gerzt hafa í Vestmannaeyjum, svo sem morð Gisla Péturs- sonar, sögur um sjóhrakninga fyrr og síðar o. fl. Þá er hér og allkröftug áminningarræða, er sr. Högni Péturs- son flutti eitt sinn úr prédikunarstól yfir tveimur formönnum úr Vestmannaeyjum, en þeir höfðu að dómi klerks sýnt vita- verða ofdirfsku í sjósókn sinni. Voru þeir báðir í kirkju þenn- an dag, og varð þeim svo við, að annar þeirra gekk út úr kirkj- unni í miðri ræðu, en hinn setti upp hatt sinn og sat með hann, meðan á ræðunni stóð. Að lokum er þáttur um alþýðukveðskap í Vestmannaeyjum, og verður safnanda eigi um kennt, þó að kveðskapur sá sé í magr- asta lagi, ef ekki er öðru betra til að dreifa. Bókinni fylgir hvorki efnisyfirlit né nafnaskrá, og má því ætla, að von sé á framhaldi, ef þessu hefti verður vel tekið, sem 22

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.