Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Qupperneq 29
Aftur á móti er búizt við, að útgáfukostnaður sæmilega full-
Jtominnar mannkynssögu yrði viðráðanlegur.
Væri þvi mjög æskilegt, að Mál og menning hyrfi að þvi ráði
sem allra fyrst að hefja útgáfu þvílílcs merkisrits.
Okkur íslenclinga vantar tilfinnnalega fræðirit, sem væru svo-
litið meira en skinin beinagrind. Vitanlega er þörfin aðkallandi
•á mörgum sviðum. T. d. væri ánægjulegt að fá rit á islenzka
tungu á borð við Vor Tid eftir G. Bang. Síðan það ágætisrit kom
út, liefur, eins og allir vita, tækninni fleygt svo fram, að full
þörf væri á að fá glöggt yfirlit yíir þau efni, sem þar koma til
greina. Þá væri og nauðsynjaverk, að komið væri út á islenzku
einhverju um ferðir frægra landkönnuða, t. d. Sven Hedins eða
úr ritum Brehms, svo bent sé á fátt eitt.
Siðast en ekki sízt þyrfti svo að hraða útgáfu víðtækra fræði-
rita um tungu vora, t. d. sögu hennar.
Er af þessu auðséð, svo sem útgáfustjórn Máls og menningar
mun ljóst vera, að úr mörgu er að velja. Sannast að segja þyk-
ir mér fyrir íiiitt leyti, og ef til vill er þannig um fleiri, félag-
ið leggja fullmikla áherzlu á útgáfu skáldrita. Ekki svo að skilja,
að þau geti ekki verið gagnleg mörg af þeim, en þau eru sá
þáttur bókmennta, sem sizt er vanræktur með þjóð vorri. Og
sannleikurinn er nú sá, þótt beizkur sé, að rit ýmissa hinna
heimsfrægu höfunda eiga ógreiðan aðgang að hjörtum íslenzkra
lesenda. Aftur á móti lesa margir góð fræðirit i alþýðlegum
búningi sér til yndis og ánægju.
Að endingu vil ég geta þess, að myndir Kjarvals tel ég hafa
verið mjög misheppnaða bók. Og má mikið vera, ef fleiri hafa
ekki svipaða skoðun.
Vildi ég óska þess, að Mál og menning legði ekki mikla áherzlu
á útgáfu mynda framvegis.......
Hallur Jóhannesson.
Bréf frá öðrum félaga.
Flateyri, 15. des. 1938.
Ég þakka kærlega mótteknar bækur frá yður, og nú siðast
Itauða penna.
Ég las þá með mikilli ánægju, og ekki hvað sízt Kvæðið
um fangann. Vildi ég óska, að þér senduð okkur lesendunum
oftar slikar perlur úr lieimsbókmcnntunum, meðan við eigum
annan eins snilldarþýðanda á ljcVð sem Magnús Ásgeirsson er.
Hvað útgáfustarfsemi félagsins snertir, að öðru leyti, hef ég
•ekki orðið var við annað en almenna ánægju manna hér með
27