Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Side 30

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Side 30
hana. Ég fyrir mitt leyti tel mjög æskilega þá stefnu að gefa út árlega sögu eftir síðasta Nobelsverðlauna-höfund, svo almenn- ingur fái að kynnast sýnishornum af ritum þeirra manna, sem sá lieiður veitist, þó það eitt sé auðvitað ekki óskeikull mæli- kvarði á listgildi sögunnar eða menningarleg tilþrif hennar. Sérstaklega teldi ég æskilegt að fá á næsta ári eina af söguin Pearl Buck, þar sem Kinamálin eru nú svo ofarlega í hugum inanna, og væri hún svo valin, að menn fengju nokkur kynni af þeirri þjóð, sem Japanar miskunna sig nú yfir og kenna sína hernaðarsiðfræði. Alfræðiorðabókin væri eitt af því, sem ég gæti frekast á kosið frá félagsins hálfu, en ég veit, að útgáfa hennar er afar miklum erfiðleikum bundin og lcannske vafa- samt, að slíkt verk sé svo alþýðlegt, að allur almenningur óskí eftir því, en vitanlega verður félagið fyrst og fremst að hugsa um það, sem allur fjöldinn óskar eftir, eða einkum þeir, sem minnsta hafa aurana til bókakaupanna, þvi fyrir þó menn er félagið fyrst og fremst, að mínu áliti, jafnframt því sem það ætti einnig að verða einhver stórfelldasta alþýðlega menntastofn- unin á íslandi. Ég get svo sagl það að lokmn, að ég bíð með eftirvæntingu eftir næsta hefti tímaritsins og þeirri greinargerð, sem þar mun koma fyrir væntanlegri útgáfu félagsins á næsta ári. Hjörtur Hjálmarsson. Tvenns konar bókmenntaviðhorf. Þegar deilt er um bókmenntir, skiptast menn venjulega í tvo flokka. Það er deilt um einstakar bækur, strauma og stefnur í bókmenntum, og menn eru á alveg þveröfugri skoðun um hlut- verk bókanna og gildi þeirra fyrir lífið. Allmikill fjöldi manna vill lesa aðeins sér til gamans, „spennandi“ bækur sem kallað er, ástasögur, glæpasögur o. s. frv. Þeir fara yfir hókina og kasta henni svo frá sér (enda er luin ekki til annars), og að henni lokinni er allt jafn myrkt og áður. Hún gaf engin svör við óráðnum gátum mannlífsins. En svo eru aðrir menn, sent aldrei hafa orðið svo ginkeyptir fyrir reyfurunum, að þeir hafi ltsið mikið af þeim. Þeirra takmark er annað. Þeir lesa sér til gagns bækur, sem hafa innihald og ræða um hluti, sem skipla einhverju máli. Þeir kappkosta að lesa bækur, sem geta þrosk- að og glætt skilning á lifinu. Þeir lesa fagran skóldskap til þess að svala fegurðarþrá sinni, vísindaleg efni sem svör við ráð- gátum hins hugsandi spyrjandi anda. Og í þessum viðhorfum manna til bókmenntanna birtist í raun 28

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.