Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2012, Blaðsíða 6

Ægir - 01.02.2012, Blaðsíða 6
6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Þessa kjörtímabils verður að líkindum meðal annars minnst í sögunni vegna sjávarútvegsumræðunnar og fæðingarhríðanna sem staðið hafa nær allt kjörtímabilið um breytingar á fisk- veiðikerfinu. Sem ekki sér fyrir endann á þó ekki sé nema rösklega ár eftir af kjörtímabilinu. Víst eru þó fram komnar mótaðar tillögur í frumvarpsformi og raunar tveimur slíkum. Gera á breytingar á kerfinu og hækka skatta á greinina umtalsvert. Næstu vikur munu leiða í ljós hvort þessi frumvörp ná fram að ganga óbreytt eða í breyttu formi. Hið síðara verður þó að telja harla líklegt, ekki síst í ljósi þeirra viðbragða sem bæði komu úr greininni sjálfri og á Alþingi þegar þingmálin voru lögð fram nú á síðustu dögunum fyrir páska. Tvö meginstef einkenna þau skref sem nú er verið að taka. Annars vegar eru gerðar talsverðar breytingar á kerfinu, teknir upp nýtingarsamningar, framsalsmöguleikar aflaheimilda tak- markaðir og enn frekar bætt í svokallaða potta. Hin hliðin á þessum aðgerðum er verulega aukin skattheimta og sértæk miðað við almennan atvinnurekstur í landinu. Hvort tveggja má með nokkrum rökum segja að beri svipaðan blæ og ein- kennt hefur aðgerðir stjórnvalda undanfarin ár. Hækkun skatta er sýnileg á mörgum sviðum og ríkisrekstur er víðar en áður. Sjávarútvegurinn hefur því betur ekki verið baggi á samfé- laginu á hrunárunum heldur þvert á móti. Að minnsta kosti hef- ur ekki af því heyrst að forsvarsmenn stærstu útgerðarfyrir- tækjanna hafi verið tíðustu gestirnir í þeim deildum bankanna þar sem teknar eru ákvarðanir um niðurfellingu skulda. Öðru nær því dæmi eru um að mörg þessara fyrirtækja hafi greitt stórlega niður skuldir að undanförnu. Má ekki þakka fyrir þá þróun fremur en hitt? Með öðrum orðum - fyrirtækin í sjávarút- vegi hafa dafnað á eigin forsendum og leitt sjávarútveginn hér á landi í þá stöðu sem margir öfunda okkur Íslendinga af. Í ljósi þess að hávær krafa hefur verið uppi í samfélaginu um að sjávarútvegur skili svokölluðum umframhagnaði til samfélags- ins vegna nýtingar auðlindarinnar ætti þá að vera rökréttast að allir leggist á þær árar sem tryggt geti greininni skilyrði til að hagnast sem mest í nánustu framtíð. Þetta er hins vegar ekki viðhorfið. Vandséð er hvernig saman eiga að fara breyt- ingar á kerfinu sem í mörgum tilfellum draga úr hagræðingu innan greinarinnar og hins vegar miklir skattar á hana. Í nafni réttlætisins er talað um breytingar á kerfinu, réttlætið er líka notað sem rök fyrir stóraukinni skattlagningu - og ef ekki það atriði þá að tómur ríkissjóðurinn þurfi á þeim peningum að halda sem sjávarútvegurinn hafi úr að spila. Rétt eins og þar sé ekki þörf fyrir fjárfestingu í skipum, búnaði, viðhaldi, þróun- arstarfi og almennt öllu því sem tryggi samkeppnisstöðu grein- arinnar. Ekkert er endanlegt og óumbreytanlegt. Ekki heldur íslenskur sjávarútvegur. En þegar svo margir rekstraraðilar, allt frá smábátamönnum upp í stórfyrirtæki lýsa því hvernig rekstrarmódelið hrynur þegar ákvæði þessara frumvarpa eru yfirfærð á þeirra rekstur þá þarf að staldra við og endurskoða. Þegar þessi viðbrögð eru afgreidd með því einu að kalla þau grátkór þá er nefnilega ekki verið að tala við örfá einstaklinga heldur heila atvinnugrein. Með öllu sem henni fylgir. Þar er nefnilega hin eiginlega auðlind – starfsfólkið í sjávarútvegi. Það er hinn gleymdi hagsmunahópur. „Fyrr má nú rota en dauðrota“! „Maður er sennilega orðinn of góðu vanur eftir tvo til þrjá afskap- lega milda vetur en fyrr má nú rota en dauðrota. Það hefur verið stöðugur lægðagangur margar undanfarnar vikur og ríkjandi suð- vestanátt með meira en 20 metrum á sekúndu og sjö til tíu metra ölduhæð. Það er svo stutt á milli lægðanna að sjórinn nær aldrei að jafna sig. Við vorum í stöðugum hrakningum á undan veðrinu hér fyrir sunnan land í síðustu viku og þegar sýnt var að það yrði ekkert veiðiveður næstu dagana þá fórum við á Vestfjarðamið. Þar fengum við þokkalegan ýsuafla í góðu veðri en það er með ýsuna eins og ufsann að það hefur lítið borið á henni upp á síð- kastið,“ segir Kristinn en hann segir það ómetanlegt fyrir skip- stjórnarmenn hve veðurfréttir eru orðnar miklu nákvæmari nú en fyrir nokkrum árum. „Sólarhringsspárnar eru orðnar mjög nákvæmar og það er hending ef þær ganga ekki eftir. Þá eru langtímaspárnar einnig orðnar miklu áreiðanlegri en hér áður fyrr og fyrir vikið er hægt að bregðast fyrr við og færa sig á önnur mið ef spárnar gefa tilefni til þess.“ Kristinn Gestsson, skipstjóri á Þerney RE í frétt á heimasíðu HB Granda. Grafalvarlegar ESB hótanir Annarsvegar það sem nú liggur sem sé fyrir, að ESB tengir saman með beinum hætti aðildarumsókn okkar að ESB og deiluna um skiptingu makrílstofnsins. Það er þá orðin staðreynd, sem ekki verður undan vikist. Þá breytir engu þó íslensk stjórnvöld mót- mæli því. Þetta er afstaða ESB. Sambandið tengir þessi mál og það breytist ekki þó íslensk stjórnvöld hafi aðrar skoðanir. Hitt er síðan það, að þær hótanir sem ESB hefur uppi eru graf- alvarlegar. Þær fela í sér að á okkur verði sett viðskiptabann, sem er þó í sjálfu sér ólöglegt. Talað er um að sett verði á bann við innflutningi á uppsjávarfiski, t.d. makríl og afurðum sem fram- leiddar eru úr honum, og hins vegar að sett verði bann við inn- flutningi á tækjum tengdum sjávarútvegi og skipum frá Íslandi. Þessu verða íslensk stjórnvöld að mæta með hörku. Það er ekki sett viðskiptabann á lönd, nema við ítrustu aðstæður í sam- skiptum ríkja. Og þegar í hlut á eitthvert helsta ríkjasamband heimsins, þá er málið ennþá alvarlegra. Slíkt bann stangast örugglega á við alþjóðalög og samninga, en ESB mun ekki hafa áhyggjur af því. Það tekur langan tíma fyrir þjóðir að leita réttar síns, þegar slík mál koma upp. Það veit ESB og treystir því að á millitíðinni verði komnir á samningar um nýtingu makrílstofnsins. Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður í grein á heimasíðu sinni. U M M Æ L I Auðlindin sjávarútvegur

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.