Ægir - 01.02.2012, Blaðsíða 28
28
F I S K V I N N S L A N
Fisktækniskólinn býður upp á
fjölbreytt nám á sviði veiða
(hásetanám), fiskvinnslu og
fiskeldis á framhaldsskóla-
stigi. Skólinn er í eigu aðila
vinnumarkaðarins, fræðslu-
aðila og sveitarfélaga á Suð-
urnesjum og starfar sam-
kvæmt sérstökum samningi
við menntamálaráðuneytið.
Námið er hagnýtt tveggja ára
nám þar sem önnur hver önn
er í skóla og hin fer fram í
formi vinnustaðanáms. Þessi
blanda verklegs og bóklegs
náms hentar mörgum vel.
Jafnframt fá nemendur tæki-
færi til að mynda góðar teng-
ingar út í atvinnulífið á meðan
á náminu stendur.
Brautirnar eru þrjár þ.e.
fiskvinnslubraut, sjó-
mennskubraut og fiskeldis-
braut.
Í undirbúningi er sérhæft
nám fyrir gæðastörf (3ja ár).
Fisktækniskólinn býður einn-
ig upp á nám í netagerð, sem
er löggild iðngrein.
Skólinn býður upp á fram-
haldsskólapróf en einnig
undirbúning fyrir frekara
nám, s.s. í skipstjórn og vél-
stjórn eða á bóklegum braut-
um. Skólinn er lítill og gefur
það starfsmönnum og kenn-
urum kost á að mynda góð
tengsl við nemendur og að-
stoða þá eins og kostur er
við námið. Eftirfylgni er mikil
og áhersla lögð á góðan
félagsanda í skólanum.
Kennslan er skipulögð til að
mæta þörfum hvers og eins
og lögð áhersla á þægilegt
vinnuumhverfi þar sem nem-
endur geti náð hámarks ár-
angri.
Nemendur með mikla
starfsreynslu geta stytt nám
sitt umtalsvert og fengið
reynslu sína metna til full-
gildra eininga. Við leggjum
áherslu á að mæta nemend-
um þar sem þeir eru og
skipuleggjum námið við hæfi
hvers og eins. Reynslu af sjó-
mennsku og störfum í fisk-
vinnslu má meta sem allt að
helmingi grunnnámsins, sem
samsvarar einu ári í fram-
haldsskólanámi. Kennsla fag-
greina er skipulögð til að
mæta þörfum fullorðinna.
Fjölbreytt námskeið
Nanna Bára Maríasdóttir hjá
Fisktækniskólanum segir fjöl-
mörg námskeið hafa verið í
boði og má sjá úrvalið á
heimasíðu skólans. Sport-
veiðimenn hafa sótt flökunar-
námskeið á laxi og silungi.
„Sveinn Kjartansson í Fylgi-
fiskum var með sjávarrétt-
anámskeið sem heppnaðist
alveg frábærlega. Hann
kenndi nemendum að elda
veislurétti úr þorski hvort
sem það voru hausar, roðið
eða flökin. Þetta eru dæmi
um það sem hefur verið og
verður hjá okkur,“ segir
Nanna Bára.
Í vetur var boðið upp á
námskeið í Vélstjórn I sem
gefur réttindi á vinnu við 750
kw. vélar á bátum sem eru
minni en 12 metrar. „Það hef-
ur verið eitt námskeið í mán-
uði. Einnig stefnum við á vél-
anámskeið á pólsku í maí
þar sem töluverð eftirspurn
hefur verið eftir því.
Í febrúar hófst námskeið í
Vélstjórn II sem gefur réttindi
til að vinna við 750 kw. á
bátum sem eru minni en 24
metrar. Þetta námskeið er
sniðið að þörfum þeirra sem
eru úti á vinnumarkaðinum
og þá sérstaklega sjómönn-
um. Námskeiðið er kennt í
lotum og er ein lota í mánuði
sem stendur í 5 daga.
Skipstjórnarnámskeiðin (-
12m) hafa verið vinsæl og
hefur verið fullt á þau í vet-
ur. Langar okkur að nefna
einnig námskeið í sjóvinnu
sem er sniðið eftir óskum
skipstjóra sem telja mjög
margir að það vanti orðið
handverkskunnáttu úti á sjó.
Þetta námskeið er 80 stundir
og er mjög hagnýtt bæði fyrir
þá sem vilja komast á sjó eða
eru starfandi við sjómennsku.
Það eru mörg spennandi
tækifæri í sjávarútveginum
um þessar mundir. Fiskur er
lúxusvara og mikil áhersla er
lögð á gæði og þekkingu
starfsmanna til framleiðslunn-
ar. Menntun í faginu gefur
möguleika á störfum sem
gefa vel af sér, bæði í landi
og á sjó. Skólinn er í afar
góðum tengslum við atvinnu-
lífið og stofnanir innan sjáv-
arútvegs og rannsókna. Nem-
endur skólans fá strax á ann-
arri önn vinnustaðaþjálfun í
samræmi við áhuga og
áherslusvið þeirra,“ segir
Nanna og bendir á heima-
síðu skólans fiskt.is vegna
frekari upplýsinga um skól-
ann og námið.
Fisktækniskólinn
sannar gildi sitt
Hressir róðrakappar Fisktækniskólans á sjómannahátíðinni í Grindavík.