Ægir - 01.02.2012, Blaðsíða 8
8
F R É T T I R
Í lok síðasta árs var stofnað
nýtt fyrirtæki í beituþjónustu
á grunni fyrirtækisins Voot
beita ehf. sem starfað hefur
frá árinu 2003. Eigendur nýja
félagsins eru útgerðarfyrir-
tækin Þorbjörn hf. og Vísir hf.
í Grindavík og fyrrum eigendur
og stofnendur Voot beitu, þeir
Vignir Óskarsson og Óskar
Þórðarson. Aðsetur nýja fyrir-
tækisins er í Grindavík og hef-
ur Alda Agnes Gylfadóttir tek-
ið við framkvæmdastjórn Voot
beitu ehf. „Markmiðið er að
styrkja félagið til enn betri
þjónustu við kaupendur á
beitu út um landið. Það er
mikill styrkur að hafa að baki
okkur stór útgerðarfyrirtæki á
borð við Vísi hf. og Þorbjörn
hf.,“ segir Alda en Voot beita
hefur tekið í notkun stóra
frystigeymslu í Grindavík sem
hún segir gera kleift að taka
inn stærri sendingar af beitu
og búa þannig yfir öflugum
lager.
Frystigeymslur á fjórum
stöðum á landinu
„Önnur mikilsverð breyting
fyrir viðskiptavini felst í því
að í samstarfi við Vísi hf. er-
um við nú þegar með frysti-
geymslur á Djúpavogi, Húsa-
vík og Þingeyri þar sem við
verðum með beitubirgðir. Við
getum þannig veitt viðskipta-
vinum okkar betri þjónustu í
heimabyggð og þeir hafa því
ekki þörf fyrir að birgja sig
upp sjálfir með tilheyrandi
geymslu- og fjármagnskostn-
aði, auk þess sem flutnings-
kostnaður lækkar til muna
með magnsendingum Voot
beitu í birgðastöðvar sínar.
Bátarnir geta þannig keypt
inn eftir þörfum en viðskipta-
vinir okkar eru allt frá ein-
staklingsútgerðum upp í stór-
ar línuútgerðir,“ segir Alda.
Voot beita ehf. hefur á
boðstólum allar helstu teg-
undir af beitu, bæði innfluttri
og innlendri. Þessu til viðbót-
ar selur fyrirtækið pokabeitu
frá Bernskunni ehf. en unnið
er að uppsetningu á verk-
smiðju Bernskunnar í Grinda-
vík. Helstu beitutegundir eru
smokkfiskur og saury. „Síð-
ustu ár hefur verið erfitt að fá
góðan smokkfisk en við feng-
um í fyrstu sendingu, um
1000 tonn af smokkfiski og
500 tonn af saury inn í nýju
frystigeymsluna okkar og er-
um því vel stödd í birgðum
fyrir vorið og sumarið. Þetta
er líka sá smokkfiskur sem
útgerðirnar þekkja best og
hefur skilað bestum árangri
hér á landi í fjölda ára en það
hefur verið erfitt að fá hann
að undanförnu. Ánægjulegt
að geta komið því á framfæri
að við erum vel birg af þess-
ari vöru núna,“ segir Alda.
Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Voot í Grindavík.
Voot beita í
nýju fyrirtæki
í Grindavík
Stór frystigeymsla Voot í Grindavík gerir fyrirtækinu kleift að hafa hverju sinni
góðan lager af beitu og miðla út á aðrar frystigeymslur sem Voot hefur í þjónustu-
neti sínu á landsbyggðinni. Hér eru starfsmenn Voot, þau Páll Hreinn Pálsson og
Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri í frystigeymslunni.
HDS 10/20-4 M
30-200 bör
500-1000 ltr/klst
HDS 8/17-4 M
30-170 bör
400-800 ltr/klst
HDS 5/11 U/UX
110 bör
450 ltr/klst
1x230 volt
Gufudælur
Aflmiklir vinnuþjarkar
Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · Fax 568-0215 · www.rafver.is
K Ä R C H E R S Ö L U M E N N
F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð
568-0100 • stolpi@stolpiehf.is • www.stolpiehf.is
Frystigámar • Sala & leiga • 20 & 40 ft.
Vantar þig
frystirými ?
Seljum einnig gáma hús, geymslu gáma og sal ernis hús í
ýms um stærðum og gerð um. Útvegum sérlausnir, sniðnar
að þörf um viðskiptavina okkar. Hafðu samband!
stolpi-aegir-A4-augl-3.indd 1 8.9.2011 17:36:23