Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2012, Blaðsíða 34

Ægir - 01.02.2012, Blaðsíða 34
34 F I S K V I N N S L A N Hátæknifyrirtækið Marel er sprottið upp úr þróunarlausn- um fyrir íslenskan sjávarútveg og til lausna fyrirtækisins má rekja ýmsar byltingarkenndar nýjungar sem skilað hafa hér- lendri fiskvinnslu framförum. Nægir þar að nefna þrjár kyn- slóðir flæðilína sem ætíð hafa haft að markmiði afkasta- aukningu í vinnslunni og um leið aukinni verðmætasköpun. Hávirðishugsun er lykilorð í þróunarvinnu Marels og nú boðar fyrirtækið viðamikla rannsóknar- og þróunarvinnu sem ætlað er að skila nokkr- um prósentum í nýtingaraukn- ingu í bolfiskvinnslu. Sem telja má í milljörðum á árs- grundvelli. Kristján Hallvarðs- son, framkvæmdastjóri vöru- þróunar Marel, segir að ef vel takist til kunni þessi vinna að marka þáttaskil í íslenskri bolfiskvinnslu sem sannarlega þurfi á þróun að halda til að standast samkeppni. Sú sam- keppni sé sýnileg í Kína og þurfi ekki að fara lengra en til Noregs til að sjá sífellt aukinn útflutning á óunnum fiski til vinnslu á sama tíma og bol- fiskvinnslan heima fyrir eigi undir högg að sækja. Ávinning að sækja í meiri verðmæti Árið 1996 kom Marel fram með fyrstu kynslóð flæðilína sem skilaði auknum afköstum og hávirðishlutfalli úr 57% í 65%. Enn jukust afköst með næstu kynslóð árið 2004 og með þriðju flæðilínukynslóð- inni árið 2007 jókst hávirðis- hlutfallið upp í 80%, samhliða áframhaldandi afkastaaukn- ingu. Kristján segir ljóst að inn- tak þróunarinnar í dag snúist um hávirðishlutfallið. Þar sé mun meira að sækja en í auknum afköstum enda ekki í sjónmáli að veiðar á bolfiski aukist verulega frá því sem þær eru í dag. „Fiskvinnslan á Íslandi hef- ur frá upphafi verið mjög mikilvæg fyrir Marel og ekki síður í dag en var á upphafs- árum fyrirtækisins. Á síðustu árum hefur verið mikill vöxt- ur hjá fyrirtækinu í öðrum iðnaðargreinum en með þeirri skiptingu sem er komin á í dag innan Marel eftir iðnaðar- sviðum þá undirstrikum við enn aukna áherslu á fiskiðn- aðarsviðinu. Og sú áhersla beinist sérstaklega að Íslandi, enda okkar heimavöllur í þró- un fyrir fiskiðnaðinn,“ segir Kristján. Markmiðið að opna nýjan heim fyrir vinnsluna Segja má að tvennt standi upp úr í þeirri fiskiðnaðar- áherslu sem Kristján talar um og er komin í fullan gang inn- an Marel. Samnefnararnir eru sem fyrr hávirði og aukin nýt- ing. Annars vegar er verkefni sem miðar að því að árið 2014 komi Marel fram með nýjan sjálfvirkan vélbúnað til Fiskvinnslubylting í farvatninu hjá Marel Kristján Hallvarðsson, framkvæmdastjóri vöruþróunar hjá Marel.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.