Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2012, Blaðsíða 20

Ægir - 01.02.2012, Blaðsíða 20
20 á mörkuðunum af góðri veiði hér á Íslandi. Okkur virðist sem magnið inn á markaðina héðan frá Íslandi hafi því hvorki skapað tregðu né haft áhrif til lækkunar á verði á mörkuðunum,“ segir Jón Már. Dregur úr áhrifum af náttúruhamförunum í Japan Japansmarkaður skiptir ekki einvörðungu máli fyrir okkur Íslendinga hvað varðar frysta loðnu heldur ekki síður loðnuhrognin. Jarðskjálftinn í Japan í mars í fyrra og flóð- bylgjan í kjölfarið höfðu áhrif á marga kaupendur íslenskra loðnuhrogna en Jón Már seg- ir þessi áhrif ekki gengin til baka að fullu. „Héðan fara hrognin til framhaldsvinnslu í Japan og nokkrar vinnslur þeirra jöfn- uðust við jörðu í náttúruham- förunum. Það tekur því sinn tíma að byggja upp á nýjan leik en loðnuhrognin eru eft- irsótt neysluvara í Japan. Því er ekki ástæða til annars en ætla að sá markaður komi til baka, þrátt fyrir þetta áfall,“ segir Jón Már. „Mjölmarkaðir eru líka í sögulegu samhengi mjög góðir þrátt fyrir að verð hafi lækkað talsvert síðasta árið. Engu að síður er verðið gott og sama má segja um lýsis- markaðinn. Fyrir okkur og þjóðarbúið er því afskaplega gott að saman fari afsetning afurða og góð verð á öllum F I S K V I N N S L A Hrognavinnslan í fullum gangi. Hrognin komin í poka og fara þaðan í plötufrystana. Suðurhrauni 4 • 210 Garðabæ • Furuvellir 3 • 600 Akureyri • Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is Kassar læsast saman við stöf lun og brettið verður stöðugra Heildarlausnir fyrir sjó- og landvinnslu • Skór • Stígvél • Vettlingar • Vinnufatnaður, • Hnífar • Brýni • Bakkar • Einnota vörur o.fl. • Kassar • Öskjur • Arkir • Pokar • Filmur Gleðilega páska

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.