Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2012, Blaðsíða 10

Ægir - 01.02.2012, Blaðsíða 10
10 „Strandveiðikerfið skilar miklu hér á svæðinu og það kemur fram hjá okkur. Einn af kostum kerfisins er að það opnar leið fyrir ungt fólk að koma undir sig fótunum í út- gerð. Fyrir marga er ógerlegt að fá fyrirgreiðslu til að kom- ast af stað með kvótakaupum og tilheyrandi fjárfestingu,“ segir Viðar P. Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Bátahallar- innar á Hellissandi. Bátahöllin hóf starfsemi ár- ið 1998 og annast fyrst og fremst breytingar á trefjaplast- bátum. Auk þess hefur fyrir- tækið framleitt nokkra báta eftir eigin skrokkhönnun undir tegundarheitinu Björn. Viðar segir spurn eftir ný- smíði hins vegar hafa verið litla að undanförnu. En sínu meiri eftir miklum breyting- um á bátum. Þökk sé upp- gangi í smábátaútgerð. „Algengustu breytinga- verkefni okkar í dag eru af þeirri stærðargráðu að nánast er um nýsmíði á bátunum að ræða. Í þeim tilfellum eru bátarnir lengdir, breikkaðir, lestarrými aukið, dekkrými og annað sem fylgir. Þessa dagana erum við til að mynda í breytingum á bát sem segja má að sé 80-90% nýsmíði,“ segir Viðar en auk strandveiðikerfisins hafa góð- ar grásleppuvertíðir skilað fyrirtækinu verkefnum. Alls fóru 12 bátar í gegnum smiðju Bátahallarinnar í fyrra- vetur. Annast alla verkþætti „Strandveiðikerfið skilar óhemju vinnu í standbyggð- irnar, sér í lagi ef horft er til þess hversu lítil hlutdeild kerfisins er í heildarveiðinni. Fyrir utan þá beinu vinnu sem skapast á bátunum þá er það öll þjónusta sem þeir kaupa á svæðunum og okkar fyrirtæki er dæmi um það. Bæði eru minni viðhaldsverk- efni sem skapast meðan veið- arnar standa yfir á sumrin en fyrst og fremst skila verkefnin sín til okkar á veturna. Yfir sumarmánuðina eru hins veg- ar aðal verkefni okkar í við- haldi á stærri plastbátunum,“ segir Viðar. Bátahöllin annast alla þætti sem viðkoma breyting- um á bátum, undirbúning, teikningar, alla breytinga- vinnslu, sjósetningu, stöðug- leikaprófanir og annað sem þarf til að bátur sé klár til veiða á ný. „Útgerðirnar þurfa því ekki annað en koma með bátinn hér að bryggju, sækja hann síðan að loknum breyt- ingum og þá er allt tilbúið til veiða. Hér höfum við stóra og góða aðstöðu í húsi og góð samvinna er við vél- smiðju hér á staðnum, raf- virkja með þekkingu á báta- rafmagni og þannig má áfram telja,“ segir Viðar. Gunnþór ÞH 74 er dæmi um bát sem var breytt mjög verulega hjá fyrirtækinu. B Á T A S M Í Ð I „Strandveiðikerfið er atvinnuskapandi“ segir Viðar P. Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Bátahallarinnar á Hellissandi Viðar Hafsteinsson, framkvæmdasjóri Bátahallarinnar á Hellissandi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.