Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2012, Blaðsíða 41

Ægir - 01.02.2012, Blaðsíða 41
41 fólk sé ekki að fara eftir sett- um reglum áminnir hann þá sem í hlut eiga,“ segir Róbert. Tekur til margra þátta Róbert segir að ráðgjafinn fylgist einnig sérstaklega með þrifum á húsnæði og búnaði. Hann tekur þá myndir að því sem miður fer á þessu sviði, sem hann síðar notar sem kennsluefni á námskeiðum um hreinlæti og hollustu- hætti. „Frumherji er nú að fjárfesta í ATP-mæli til að meta þrif og mun fljótlega bjóða uppá þá þjónustu, sem hluta af útvistunarsamningn- um. Önnur þjónustu en sú sem tengist gæðakerfinu er einnig í boði sé þess óskað. Má þar nefna aðstoð við gæðamat, merkingar, nýting- arútreikninga og fleira. Í lok hverrar heimsóknar skilar ráðgjafinn sýrslu um hvað var gert í viðkomandi heimsókn.“ Í útvistunarsamningi er margt annað innifalið. Frum- herji sér um viðhald gæða- handbókar og útgáfustýringu hennar. Ráðgjafi er gjarnan viðstaddur eftirlitsheimsóknir eftirlitsaðila og sér um að grípa til útbóta við frávikum sem fram koma við slíkar heimsóknir. Gerð er vöktun- aráætlun fyrir hvert fyrirtæki þar sem fram kemur hvenær skuli taka sýni, prófa mæli- tæki, gera viðhaldsáætlanir, sannprófa gæðakerfið og halda námskeið svo eitthvað sé nefnt. Ráðgjafi Frumherja annast framkvæmd þessara atriða í samvinnu við fram- leiðanda og gætir þess að þessi atriði séu framkvæmd á réttum tíma. Ekki þörf á fastráðnum starfsmanni í gæðamálum Ávinningur framleiðandans af útvistun gæðastjóra felst m.a. í því að hann þarf ekki að fastráða sérhæfðan starfs- mann til að sinna þessum málaflokki, en getur samt tryggt faglega umsjón með gæðakerfi fyrirtækisins. „Um- talsverður sparnaður hlýst einnig af því að geta fækkað heimsóknum eftirlitsmanna. Matvælastofnun tekur nú fullt gjald fyrir hverja heimsókn, en heimsóknartíðnin byggist á fjölda frávika í fyrri heim- sóknum. Matvælasvið Frumherja býður matvælaframleiðend- um einnig margvíslega aðra þjónustu en þá sem innifalin er í útvistunarsamningi um gæðastjóra. Þar má nefna út- tektir á fiski og fiskafurðum, lengri námskeið fyrir stjórn- endur um HACCP og annað sem tengist gæðamálum, al- menna framleiðsluráðgjöf t.d. um nýtingu og afurðamat, út- tekt á vinnsluumhverfi, ráð- gjöf um merkingar o.fl. ásamt aðstoð við uppsetningu vott- aðra gæðakerfa samkvæmt erlendum votturnarstöðlum,“ segir Róbert Hlöðversson. Róbert Hlöðversson og Hildur Sigurðardóttir, ráðgjafar matvælasviðs Frumherja. F I S K V I N N S L A N Cretel vélar eru með allar lausnir fyrir roðettingu. Nobilis 460V Ný hönnun, sem roðettir skinn með mestu mögulegu nýtni. Nobilis 460TAC Alsjálfvirk roðettivél Oannes 362 Fjölhæf roðettivél á borð. ERTU AÐ FISKA EFTIR BETRI NÝTINGU ? Upplýsingar hjá sölumönnum í s: 567 88 88 og á www.cretel.com

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.