Ægir - 01.02.2012, Blaðsíða 13
13
S A G A H A F R A N N S Ó K N A S K I P A N N A
Vandað til verka
Ljóst er að Agnar Norland
skipaverkfræðingur og sam-
starfsmenn hans höfðu ekki
setið auðum höndum þessi
fjögur ár. Þeir voru að undir-
búa smíði á mjög vönduðu
rannsóknaskipi þar sem
áhersla var lögð á að unnt
væri að stunda margs konar
rannsóknir við betri aðbúnað
og tækjakost en áður hafði
þekkst. Sem dæmi má nefna
að til þess að fiskileitartækin
nýttust sem best þurfti skipið
að vera einkar hljóðlátt svo
að hávaði frá siglingu þess
truflaði fisk og aðrar lífverur
sem allra minnst. Þess vegna
þurfti að vanda mjög til hljóð-
einangrunarinnar. Allt vélar-
rúm skipsins var því sérstak-
lega hljóðeinangrað og allar
vélar og rafalar látnir standa á
sérstöku gúmmíundirlagi til
að minnka hávaða og titring.
Þegar smíðalýsingunni er
flett kemur í ljós að hún er
490 bls. að lengd og skiptist í
tíu kafla. Lengsti kaflinn (123
bls.) fjallar um vélbúnað
skipsins enda var hann alger
nýlunda á íslensku skipi því
hér var gert ráð fyrir að hafa
díselrafstöð til allra orkuþarfa.
Litlar díselrafstöðvar, öðru
nafni ljósavélar, voru að sjálf-
sögðu algengar í skipum en
þær höfðu aðeins verið ætlað-
ar til ljósa og annarrar minni-
háttar orkunotkunar. Hér var
annar háttur hafður á. Í dísel-
rafstöðinni voru þrjár 600 ha
díselvélar sem hver um sig
knúði riðstraumsrafal. Frá
dísel rafstöðinni var rafmagn-
inu veitt inn á aðaltöflu og frá
henni til hvers konar orku-
notkunar í skipinu. Skrúfuás-
inn var því ekki tengdur beint
við díselvélarnar í skipinu
eins og venjulega. Í stað þess
voru á honum tveir rafmótor-
ar sem fengu afl með rafmag-
ansköplum frá rafstöðinni.
Þá er að geta þess að
smíðalýsingunni fylgja sjö við-
aukar sem fjalla um staðfestar
pantanir á tækjum og búnaði
sem gerðar voru áður en leit-
að var tilboða í smíði skips-
ins. Viðaukarnir eru samtals
140 bls. og smíðalýsingin því
ásamt viðaukum 630 bls. Þar
var engu gleymt en öllu hald-
ið til haga sem að gagni
mætti koma.
Útboð að smíði skipsins
var sent til átta fyrirfram val-
inna skipasmíðastöðva í Bret-
landi, Noregi og Þýskalandi.
Sex tilboð bárust í smíðina,
hið hagstæðasta frá Schiffbau
Gesellschaft Unterweser í
Bremerhaven í Þýskalandi. Í
Reykjavík hinn 11. mars 1969
undirrituðu Eggert Þorsteins-
son, sjávarútvegsráðherra, og
Herbert Bautze, forstjóri Un-
terweser, samning um smíði
skipsins. Til smíðinnar feng-
ust mjög hagstæð lán frá
Þýskalandi fyrir milligöngu
Seðlabanka Íslands. Skipinu
var hleypt af stokkunum hinn
27. apríl 1970 og hlaut nafn
Bjarna Sæmundssonar fyrsta
íslenska fiskifræðingsins (5.
mynd). Jóna Jónsdóttir, eigin-
kona Eggerts G. Þorsteinsson-
ar sjávarútvegsráðherra, gaf
skipinu nafn. Að lokinni
smíði og reynsluferðum var
skipið afhent hinn 4. desemb-
er 1970 og veitti Gunnlaugur
E. Briem skipinu móttöku fyr-
ir hönd byggingarnefndar (6.
mynd). Heildarkostnaður við
smíðina var um 230 milljónir
kr.11 Byggingarsjóður hafrann-
sóknaskips var síðan látinn
standa straum af vöxtum og
afborgunum af láninu. Skipið
kom til Reykjavíkur 18. des-
ember sama ár. Fjöldi fólks
tók á móti skipinu er það
lagðist að bryggju og við það
tækifæri flutti Gunnlaugur E.
Briem ræðu þar sem hann
m.a. sagði að barátta Íslend-
inga væri harðari en flestra
annarra fyrir náttúrugæðum
og að með smíði Bjarna Sæ-
mundssonar væri stigið stórt
skref til að auðvelda þá bar-
áttu og tryggja öruggari af-
komu sjávarútvegs og þjóðar-
innar.11
Rafmagnslaust á Hornafirði
Rafstöðin í Bjarna Sæmunds-
syni fékk óvænt hlutverk um
áramótin 1973-1974. Aðdrag-
andinn var sá að Höfn í
Hornafirði og nærliggjandi
sveitir fengu þá rafmagn frá
vatnsaflsstöð, Smyrlabjargár-
virkjun, en einnig var á staðn-
um díselrafstöð sem aðeins
nægði orkuþörfinni að litlu
leyti. Síðustu tveir mánuðir
ársins 1973 voru óvenju kaldir
og þurrviðrasamir í Austur-
Skaftafellssýslu. Þess vegna
minnkaði vatnsforðinn í uppi-
stöðulóni virkjunarinnar ört
og svo fór að lónið tæmdist
þegar liðið var á desember.
Varð þá að skammta rafmagn
á Hornafirði, tvær klukku-
stundir í senn. Úr þessu rætt-
ist þegar ný gastúrbína var
flutt frá Seyðisfirði til Horna-
Önnur grein af þremur eftir Jakob Jakobs-
son og Ólaf S. Ástþórsson þar sem þeir
gera skil sögu íslensku
hafrannsóknaskipanna.
Ólafur S. Ástþórsson.Jakob Jakobsson.
6. mynd. Bjarni Sæmundsson á reynslusiglingu sumarið 1970. Ljósm. Kroehnert.