Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2012, Blaðsíða 19

Ægir - 01.02.2012, Blaðsíða 19
19 F I S K V I N N S L A „Loðnuvertíðin sem við höfum nýverið lokið er með þeim betri í langan tíma. Bæði var aflinn mikill og loðnan var líka óvenju vel á sig komin, stór og feit. Til að mynda vor- um við að flokka hrygnur í frystingu fyrir Japansmarkað í stærri flokka en við höfum gert í mörg ár. Að sama skapi vorum við að flokka stærri hæng á Austur-Evrópumarkað en áður. Hrognavinnslan gekk einnig vel en þrátt fyrir að sú vinnsla gangi yfir á mjög skömmum tíma þá skipta þeir sólarhringar mjög miklu um útkomu vertíðarinnar í heild. Hrognin eru mjög verðmæt af- urð, en í heild gekk vel á öll- um starfsstöðvum okkar sem ekki hvað síst er að þakka frábæru starfsfólki,“ segir Jón Már Jónsson, yfirmaður land- vinnslu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað en Ægir leit við í fyrirtækinu í lok loðnuvertíðar- innar. Erilsamt hefur verið í starfsstöðvum fyrirtækisins í Neskaupstað, á Seyðisfirði og í Helguvík síðustu mánuðina en í heild vann SVN úr um 190 þúsund tonnum af loðnu á vertíðinni. Bæði afla af eig- in skipum og annarra fyrir- tækja. Stærstur hluti aflans fór í bræðslu en rúm 12 þús- und tonn í frystingu. Framan af loðnuvertíðinni er aflinn ýmist frystur á Aust- ur-Evrópumarkað eða brædd- ur en þegar hrognafylling eykst hefst frysting hrygnu á Japansmarkað. Þegar loðnan er komin að hrygningu hefst síðan hrognavinnslan. Jón Már segir markaði fyrir afurð- irnar viðkvæma fyrir magns- veiflum og auðvelt sé að yfir- keyra þá. „Þegar Noregur kemur sterkt inn á markaðina með sína framleiðslu þá finnum við alltaf fyrir því. Þar hefur loðnuvertíðin hins vegar ver- ið mun slakari en hér í vetur, loðnan smærri en oftast er. Það má því segja að lægðin í Noregi hafi hjálpað okkur til að njóta enn betur ávinnings Jón Már Jónsson, yfirmaður landvinnslu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað: Gott hráefni skilar góð- um afurðum Fiskiðjuver Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.