Ægir - 01.02.2012, Blaðsíða 15
15
S A G A H A F R A N N S Ó K N A S K I P A N N A
nóvember þar sem honum
var falið að afla frekari upp-
lýsinga.16
Viku síðar, dagana 25.-27.
nóvember, var ársfundur
Landssambands íslenskra út-
vegsmanna árið 1965 haldinn.
Að venju flutti sjávarútvegs-
ráðherra, sem þá var Eggert
G. Þorsteinsson, ítarlega ræðu
um málefni sjávarútvegsins.
Meðal annars skýrði hann frá
því að undirbúningsvinna
vegna smíði hafrannsókna-
skips (þ.e. Bjarna Sæmunds-
sonar) væri svo langt komin
að unnt yrði að bjóða verkið
út snemma á árinu 1967.
Þetta dróst þó nokkuð og
smíðin var boðin út ári
seinna. Einnig greindi hann
frá því að 3% af útflutnings-
sjóðsgjaldi rynni til smíði
skipsins og í árslok 1965 yrðu
ríflega 14 milljónir króna til
ráðstöfunar. Um smíði síldar-
leitarskips sagði ráðherrann
meðal annars að ríkisstjórnin
hefði beðið Jakob Jakobsson
að gera samanburð á smíði
nýs skips annars vegar og
endurbyggingu eldra skips til
þessara nota. Jakob hefði lok-
ið þessari athugun og mælti
með því að nýtt skip yrði
smíðað þar sem endurbygg-
ing yrði kostnaðarsöm og
kæmi að hans dómi aldrei að
sömu notum. Eggert lauk máli
sínu um síldarleitarskip með
þessum orðum: „Að fengnum
öllum upplýsingum um smíði
skipsins og kostnað sem vart
verður undir 30 milljónum
króna mun ríkisstjórnin taka
endanlega ákvörðun í mál-
inu“.17
Fundarmenn hafa greini-
lega hlustað vel á frásögn
Eggerts um tillögu Jakobs um
nýtt síldarleitarskip því að áð-
ur en fundinum lauk var ein-
róma samþykkt tillaga sem
flutt var af fulltrúum Útvegs-
mannafélags Eyjafjarðar og
nágrennis. Þar segir meðal
annars: „Þar sem ekki liggur
fyrir að hið opinbera hafi
tryggt fé til kaupa á hentugu
síldarleitarskipi þá samþykkir
fundurinn að fela stjórn sam-
takanna að vinna að því að
fjár verði aflað til kaupa á
nýju skipi sem afhent verði
hinu opinbera til rekstrar.“
Ennfremur segir í tillögunni:
„Fjárins verði aflað með því
að tekið verði ¼% af aflaverð-
mæti síldveiðiflotans og kaup-
endur síldarinnar greiði jafn-
hátt framlag og útvegsmenn
og sjómenn. Fundurinn felur
stjórn LÍÚ að vinna að því að
fá samstöðu hjá samtökum
sjómanna og síldarkaupenda
um þetta mál og að því
fengnu óski hún eftir því við
ríkisstjórn og Alþingi að lög
verði sett um innheimtu á
andvirði skipsins en það gjald
standi þó eigi lengur en þar
til kaupverð skipsins er að
fullu greitt.“18
Frumkvæði LÍÚ
Að aðalfundi loknum skrifaði
stjórn LÍÚ helstu samtökum
sjómanna og síldarverkenda
og óskaði eftir samþykki
þeirra við tillögu aðalfundar-
ins um fjáröflun fyrir andvirði
síldarleitarskips. Helstu sam-
tökin, stjórn Sambands ís-
lenskra fiskimjölsframleið-
enda, Farmanna og fiski-
mannasamband Íslands, Síld-
arverksmiðjur ríkisins, Síldar-
verksmiðjusamtök Austur- og
Norðurlands, svo og Félag
síldarsaltenda á Norður- og
Austurlandi svöruðu erindinu
jákvætt og í framhaldi af því
var sjávarútvegsráðuneytinu
skrifað og því send tillaga að-
alfundarins ásamt þeim um-
sögnum sem borist höfðu.19
Þegar hér var komið hafði
Jakob fengið helstu teikningar
af breska rannsóknaskipinu
Corella sem var þá í smíðum
(7. mynd). Rétt er að geta
þess að fulltrúar hafrann-
sóknastofnunarinnar í Lowe-
stoft í Englandi gáfu góðfús-
lega leyfi sitt til að nota allar
teikningar og útreikninga við
undirbúning að smíði íslensks
síldarleitarskips án endur-
gjalds. Með framangreint bréf
ráðuneytisins í höndum og
stuðning samtaka sjávarút-
vegsins var unnið að því
hörðum höndum að gera nýj-
ar teikningar að væntanlegu
síldarleitarskipi sem hentuðu
þörfum Íslendinga. Þær voru
að mörgu leyti ólíkar því sem
gert var ráð fyrir í breska
9. mynd. Árni Friðriksson RE 100 við komu til Reykjavíkur 11. september 1967 Ljósm. Hafrannsóknastofnunin.
8. mynd. Þrívíddarteikning af fyrirkomulagi í Árna Friðrikssyni RE 100. Myndin birtist upphaflega í breska tímaritnu „Ship and
boat“.