Ægir - 01.02.2012, Blaðsíða 14
14
S A G A H A F R A N N S Ó K N A S K I P A N N A
fjarðar en ekki tókst betur til
en svo að á jólanótt bilaði raf-
all túrbínunnar og varð þá að
skammta rafmagn að nýju.
Flest hús voru hituð með raf-
magni og urðu Hornfirðingar
því að búa við mikinn hús-
kulda jóladagana. Þar sem
önnur færanleg rafstöð lá
ekki á lausu og landsnetið
ekki komið en frosthörkur
héldu áfram sáu menn það
helst til ráða að undirbúa
meiriháttar fólksflutninga frá
Hornafirði til Reykjavíkur.
Þegar starfsfólk Hafrann-
sóknastofnunarinnar kom til
vinnu 27. desember voru
vandræði Hornfirðinga ofar-
lega í hugum þess eins og
annarra. Ekki hafði fólk rætt
þetta lengi þegar Sigurður
Lýðsson, loftskeyta- og raf-
tæknimaður Hafrannsókna-
stofnunarinnar, spurði hvers
vegna Bjarni Sæmundsson
væri ekki sendur strax til
Hornafjarðar. Það tók nokk-
urn tíma að átta sig á þessari
spurningu en svo rann það
upp fyrir mönnum að í skip-
inu var öflug rafstöð. Niður-
staðan varð sú að síðdegis
þennan sama dag var skipið
búið til ferðar og daginn eftir,
föstudaginn 28. desember,
voru landfestar leystar og
haldið áleiðis til Hornafjarðar
en þangað var rétt um sólar-
hrings sigling. Laugardags-
kvöldið 29. desember var lok-
ið við að tengja rafstöðina í
Bjarna Sæmundssyni við
dreifikerfið í landi og allri raf-
magnsskömmtun hætt. Eftir
áramótin linnti frosthörkum
og vatn tók að safnast í uppi-
stöðulón Smyrlabjargárvirkj-
unar. Hinn 7. janúar 1974 var
virkjunin gangsett og þar við
bættist að sama dag kom Lax-
foss til Hornafjarðar með gast-
úrbínu frá Noregi. Hinu
óvænta hlutverki rannsókna-
skipsins var þar með lokið.
Sama dag var haldið áleiðis til
Reykjavíkur eftir níu daga ár-
angursríka dvöl á Horna-
firði.12,13,14,15
Árni Friðriksson RE 100
Eins og kom fram í fyrri grein
var asdik-tæki (sonar) sett í
varðskipið Ægi síðsumars
1953. Þá voru einnig innrétt-
aðar tvær rannsóknastofur,
önnur fyrir þörunga- og sjó-
rannsóknir, hin fyrir greiningu
á svifdýrum (átu). Þótt Ægir
væri orðinn 25 ára gamall var
hann á margan hátt gott skip
og gerði Íslendingum kleift að
taka fullan þátt í hinum sam-
eiginlegu síldarrannsóknum
sem hófust 1952. En gallalaus
var gamli Ægir ekki. Sem
dæmi má nefna að ekki
reyndist unnt að andæfa skip-
inu þannig að það héldist
kyrrt á sama stað þegar sjó-
og átumælingar voru gerðar. Í
stað þess varð að láta skipið
flatreka með tilheyrandi velt-
ingi og mælitæki sem slaka
átti lóðrétt niður á tiltekið
dýpi stóðu skáhallt langt út
frá skipinu ef ekki var hæg-
virðri.
Ennfremur var Ægir að
sjálfsögðu rekinn af Langhelg-
isgæslunni og skipverjarnir
ráðnir til landhelgis- og björg-
unarstarfa. Einnig var Ægir
mjög mannfrekur og dýr í
rekstri. Skipverjar voru nokk-
uð á þriðja tug, þar af voru
sjö menn við vélgæslu, fjórir
vélstjórar og þrír aðstoðar-
menn, smyrjarar. Mestu máli
skipti þó að gerðar voru allt
aðrar kröfur um vélbúnað og
hljóðeinangrun rannsókna-
skipa þegar kom fram á sjö-
unda áratug 20. aldar en gert
hafði verið um miðja öldina
þegar fyrstu asdik-tækin voru
tekin í notkun við fiskirann-
sóknir. Einnig verður að hafa
í huga að sumarið 1965 kom í
ljós að gönguleiðir norsk-ís-
lensku síldarinnar voru að
breytast vegna þess að hafís
hindraði venjulegar göngu-
leiðir á Norðurlandsmið. Því
var ljóst að leitarsvæðið
myndi stækka langt út fyrir
venjuleg síldarmið.
Nýtt skip í stað Ægis
Hinn 9. september 1965 ritaði
Jakob Jakobsson Eggerti Þor-
steinssyni sjávarútvegsráð-
herra bréf þar sem hann gerði
grein fyrir þeirri skoðun sinni
að nauðsynlegt væri að smíða
nýtt rannsóknaskip sem kæmi
í stað Ægis. Jakob lagði
áherslu á að slíkt síldarleitar-
og rannsóknaskip þyrfti ekki
að vera mjög stórt, sennilega
um 400 rúmlestir og væri þá
unnt að halda því úti með til-
tölulega fámennri áhöfn og
meðal annars á þann hátt
halda rekstrarkostnaði í skefj-
um. Einnig greindi Jakob frá
því að í Bretlandi væri í smíð-
um rannsóknaskip af þeirri
stærð sem hentaði okkur sem
forystuskip síldarleitarinnar.
Miklum tíma og fé hafði verið
varið við undirbúning að
smíði breska skipsins svo til
fyrirmyndar væri og myndum
við njóta þess okkur að
kostnaðarlausu ef ráðist yrði í
smíði annars slíks skips.
Um þetta leyti stóð vinna
við undirbúning að smíði ís-
lensks hafrannsóknaskips,
þ.e. Bjarna Sæmundssonar,
sem hæst. Til að koma í veg
fyrir misskilning tók Jakob
skýrt fram að smíði síldarleit-
arskips mætti á engan hátt
hafa áhrif á undirbúning og
smíði hafrannsóknaskipsins
enda myndi það ekki verða
notað sem forystuskip síldar-
leitarinnar í stað Ægis. Tveim-
ur mánuðum seinna, 10.
nóvember, barst svarbréf frá
sjávarútvegsráðuneytinu. Í
bréfinu var spurt hvers vegna
eldra skip eins og austur-
þýsku 250 brúttólesta vélskip-
in kæmu ekki að fullum not-
um við síldarleit.
Þessi skip voru þekkt á Ís-
landi. Tólf þeirra, raðsmíðuð í
Austur-Þýskalandi, komu til
landsins í byrjun sjöunda ára-
tugarins og voru í daglegu tali
nefnd tappatorgarar vegna
þess að þau voru miklu minni
en venjulegir togarar, nýsköp-
unartogararnir svo nefndu,
sem voru um 600 rúmlestir.
Bréfi sjávarútvegráðuneyt-
isins svaraði Jakob tveimur
dögum eftir að honum barst
það, eða 12. nóvember, með
fjögurra blaðsíðna greinargerð
máli sínu til stuðnings til að
skýra nauðsyn þess að fá sér-
smíðað skip til síldarleitar og
síldarrannsókna. Svar við
greinargerð Jakobs barst 19.
7. mynd. Corella systurskip Árna Friðrikssonar RE 100. Þó að byggt hafi verið á sömu grunnteikningu við smíði beggja skip-
anna má með samanburði við 9. mynd einnig sjá að margt er ólíkt með þeim. Ljósm. ©Cefas Photo Library, Lowestoft, UK.